Kjósum.

Ástæður fyrir því að borga ekki Icesave:

- Aðalástæða fátæktar fátækustu ríkja heimsins er skuldafangelsi sem þessar þjóðir voru settar í , sem hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu, svo sem skólastarf, sjúkrahúsabyggingu og fleira. Ástandið á Haiti var til dæmis nærri jafn slæmt fyrir og eftir hamfarir, afþví að þeir skulda Frökkum svo mikinn pening að það er lítið hægt að gera við afgangspeninga annað en borga skuldir. Sama gildir um mörg Afríkuríki. Við ættum að hafa þetta í huga, þegar við sjáum næst baukinn frá Hjálparstofnun Kirkjunnar með grindhoraða sveltandi barninu á........að með því að borga Icesave er Ísland að leggja blessun sína yfir skuldaánauð þjóða sem concept. Þá munu reiknast á okkur mun hærri skuldir en Bretar og Hollendingar eru færir um að innheimta. Við erum ekki ein í heiminum og það er fylgst með okkur.....

2. Þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims . Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta nýðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum.

3. Börnin okkar, barnabarnabörn og svo framvegis. Saklaus börn eiga ekki að gjalda fyrir afglöp 30 íslenskra bankamanna. Erfiðir tímar fara í hönd og við megum ekki við þessum aukabagga ofan á öllu þau stóru vandamál sem tilheyra framtíðinni. Þá einfaldlega munu börnin okkar ekki lifa af. Við getum þá kvatt þessa þjóð bless eftir sirka sjö kynslóðir. Það fara erfiðir tímar í hönd og börnin okkar munu þurfa að vera miklu sterkari, duglegri og betur á varðbergi en við sjálf.

Save Iceland - Kill "Icesave"     kjósum.is


mbl.is Undirskriftir afhentar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu kjósum við, það er réttur okkar skv. stjórnarskrá og til að einfalda þetta allt saman þá er ráðlegt að kjósa um stjórnlagarþingið í leiðinni, þ.e. staðfesta hvort síðasta kosning skuli standa eður ei, málið dautt, einfalt og gott.

Áfram Ísland,

Atlinn (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 12:11

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með þér Atli, stjórnlagaþing já eða nei einfaldir valkostir.

Magnús Sigurðsson, 17.2.2011 kl. 12:17

3 identicon

Alþingi samþykkti frumvarpið með 44 atkv. af 63.

Það er "aukinn meirihluti " og forsetinn getur ekki sett sig á móti.

Ef við fáum að kjósa og fellum lögin, þá fara þau til Alþingis aftur, og þá þarf að samþykkja með "auknum meirihluta", og þá eru þau komin aftur í FULLT gildi.

Kristinn (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 12:20

4 identicon

Ofsalega ert þú sorgmæddur Kristinn og hefur litla trú á sjálfum þér, ég vona að þú ert ekki haldinn einhverri sjálfspíningarhvöt, er þetta ekki spurning um réttlæti?  Ég efast um að löggjafi vor hafi gert ráð fyrir að svona aðstaða kæmi upp einhvern tímann og ef að svo er þá gera mannréttindi okkar ráð fyrir því skv. stjórnarskrá að við sem á að skuldbinda og börnin okkar hafa eitthvað um málið að segja.  Ef ekki þá er allt eins gott að pakka niður og koma sér í burtu til siðmenntaðra samfélaga.

Áfram Ísland,

Atlinn (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 12:27

5 Smámynd: Umrenningur

Kristinn. Ef þú lest stjórnarskrána þá sérð þú að það er hvergi mynnst á hvaða hlutfall á alþingi þarf til að Forseti geti vísað staðfestingu laga til þjóðar. Forseti líðveldisinns fer eftir stjórnarskrá í þessu máli en ekki eftir gaspri í fjármálaráðherra eða eftir sneplum af Hallveigarstíg.

Umrenningur, 17.2.2011 kl. 12:35

6 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Bara svo það sé enginn misskilningur varðandi synjun forseta þá er hér copy/paste af 26. grein stjórnarskráarinnar.

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Bergþór Heimir Þórðarson, 17.2.2011 kl. 12:49

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Með því að samþykkt icesave verða bankar og stjórnmálamenn lögleg sníkjudýr á fólki samkvæmt íslenskum lögum. Fólk sem neitar vinna ærlegt handtak sér að auðveldara er að komast áfram með svikum, lygum og því að vera sníkjudýr á  hæfileikum annarra jafnvel ófæddra barna. 

Magnús Sigurðsson, 17.2.2011 kl. 13:08

8 identicon

Helsta raunverulega ástæða fátæktar fátækustu ríkja heims er skuldir við gömlu nýlenduherrana sem nú herja á okkur. Þetta veit allt þokkalega vel lesið fólk. Ef Ísland fer vel út úr sínum málum hefur það á endanum áhrif á stöðu allra fátækustu þjóða heims, með fordæmisgildi og eftir ýmsum leiðum. Þetta veit allt sæmilega vel gefið fólk. Þess vegna eru bara tvær mögulegar ástæður fyrir því að þokkalega vel lesin og sæmilega greind manneskja vilji borga Icesave, og það er

1) Siðleysi, viðkomandi er einfaldlega sama um örlög þessa fólks, og lætur ímyndaða skammtímahagsmuni ganga fyrir framtíðar öryggi heimsbyggðarinnar...

2) Geðsýki. Geðsýki er algengari en menn halda, hún getur jafnvel orðið landlæg og almenn, því þjóðfélög geta orðið geðsjúk rétt eins og einstaklingar. Manneskja sem endilega vill borga Icesave, hvað sem á dynur, hvað þá ef hún byrjar að kvabba um "siðferðilega skyldu okkar" (til að blæða fyrir "illu bankamennina") er haldin af velþekktum og stóralvarlegum sjúkdómi sem kallast Stockholms Syndrome.

Stockholms Sydrome hefur alltaf verið til og herjað á valdaminni hópa þegar valdameiri hópar ráðast gegn þeim, eins og gerðist í tilfelli okkar með Icesave af nýlendunum gömlu, helstu óvinum mannkynsins, sem hafa lengi herjað á okkur og munu aldrei ljúka sínu þorskastríði gegn okkur (í lífinu eru tveir valkostir, að vaka og berjast, eða gefast upp og deyja...friður er ekki til, friður er aðeins siðsamlegri útgáfa af stríði, en frelsið kostar mann alltaf áverkni og athafnir, annars glatast það...) Þessi sjúkdómur hefur alltaf verið til, en hlaut nafn sitt í annarri heimstyrjöldinni, þegar fjöldi gyðinga veiktist af honum í útrýmingarbúðum, og fannst kvalir sínar í fangabúðunum vera orðnar sjálfsagt mál, þau væru jú bara júðar og mögulega fjarskyld einhverjum óvinsælum bankamanni, svo það mætti bara berja þau að vild.........Í nákvæmlega þessum sporum eru Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur, BjarniBen og allir hinir jarmandi sauðirnir sem dansa eftir tóni dauðans.

Þetta fárveia fólk sem þjáist af sjálfshatri og kann ekki fótum sínum forráð. Það versta er að veikindi þeirra hafa ekki bara slæm áhrif á afkomendur þeirra, og alla landa þeirra, heldur enn fremur, og mun meiri og meira langvarandi, slæm áhrif á fátæktasta fólk þessa heims.

Með því að þykjast bera siðferðileg skylda til að borga fyrir misgjörðir nokkurra bankamanna, þá eru þau um leið að lýsa blessun sinni yfir að barnabarnabarnabarnabörn út um alla Afríku og víðar séu enn að borga nýlenduherrunum fyrir meintar misgjörðir forfeðra þeirra, og grafa dýpra sína eigin gröf, með hverri krónu sem þau borga, því það fangelsi sem allra erfiðast er að losna úr heitir skuldafangelsi, og er algengasta leiðin til að hneppa mann í þrældóm fyrr og síðar...

Icesave dýrkendur eru því í raun að fremja glæp gegn mannkyninu, en hafa það sér til málsbóta að þetta er fársjúkt fólk, og það ætti að líta á þau sem slík og fá þeim störf við hæfi í vernduðu umhverfi og koma þeim úr valdastöðum svo veikindi þeirra skaði mannkyn allt og framtíðina sem minnst...

freud (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband