"Ég borga ekki".

Það eru ekki allar Evrópu þjóðir jafn heppnar að eiga forseta og stjórnskipun eins og íslenska þjóðin.  Þar sem hún getur fengið að kjósa um það hvort hún ábyrgist þjófnað gjaldþrota einkabanka í skjóli spilltra stjórnvalda. 

Það hefur ekkert farið fyrir ástandinu í Grikklandi í fréttum undanfarið, en í fyrradag voru þar allsherjar verkföll, mótmæli og miklar óeirðir.  Grikkir fara fram með "ég borga ekki" fyrir mistök banka og stjórnmálamanna.  Það er nokkuð ljóst á þessum myndum frá Grikklandi í fyrradag að ástandið í N-Afríku gæti allt eins átt eftir að breiðast út í Evrópu.

But many see the "I Won't Pay" movement as something much simpler: the people's refusal to pay for the mistakes of a series of governments accused of squandering the nation's future through corruption and cronyism.

"I don't think it's part of the Greek character. Greeks, when they see that the law is being applied in general, they will implement it too," said Nikos Louvros, the 55-year-old chain-smoking owner of an Athens bar that openly flouts the smoking ban.  Meira..

 


mbl.is Kosið 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil stórfrétt.

Það er undarlegt að svona fréttir skulu ekki hafa verið mun fleiri  en raun ber vitni síðan kreppan skall á.  Orka í formi hita og rafroku er næg á Íslandi.  Matvælaverð hefur rokið upp í heiminum frá því 2008 með þeim afleiðingum að byltingarástand ríkir víða.

Fram kemur í bókun bæjarráðs Grindavíkur að með þessu skrefi er stigið fyrsta skrefið í verkefni sem gæti skapað 50 til 70 störf.  Sjálfur bý ég í bæjarfélagi sem hefur því sem næst ótakmarkað landrými og orku í formi heits vatns.  Það er ekki stór upphæð fyrir bæjarfélag að leggja fram 750 þús til að kanna hvort hægt er að koma á fót atvinnustarfsemi sem skapar 50-70 störf. 


mbl.is Leggja fé í ylræktarver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband