7.2.2011 | 15:39
Helferðarstjórn.
Það er nokkuð ljóst að samkvæmt þessum neysluviðmiðunum þarf að hækka lægstu laun allt að 90% eins verður ríkið að endurskoða skattastefnuna í snarheitum ef hún vill kenna sig við velferð.
"Jón Þór Sturluson, einn aðstandenda verkefnisins, lagði áherslu á að neysluþörf einstaklinga væri breytileg og að þetta væru því viðmið sem hægt er að styðjast við, en ekki nauðsynlegar tekjur til framfærslu."
Þeir sem eiga ekki kartöflugarð, veiðistöng og þrjár hænur, auk þess að vera langt undir viðmiðunum, ættu að hætta meðvirkni með kerfinu, lesa sér til um sjaldgæfan sjúkdóm og vinna að því að koma sér á örorkubætur.
![]() |
Viðmið einstaklings 292 þús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.2.2011 | 12:17
Hvað með vatn?
Til er einfaldur búnaður til að setja í bíla, bæði bensín og diesel, sem býr til hydrogen sem eldsneyti. Sagt er að þessi búnaður geti sparað 25 - 75% í eldsneytiskostnað. Það að er hægt að fá þennan bunað m.a. á ebay og kostar hann um $-100 eða ca. eins og ein tankfylling á meðal bíl. Það væri gaman að heyra af því hvort einhver hefur prófað þetta.
![]() |
Steinolía notuð í stað dísels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)