Helferðarstjórn.

Það er nokkuð ljóst að samkvæmt þessum neysluviðmiðunum þarf að hækka lægstu laun  allt að 90% eins verður ríkið að endurskoða skattastefnuna í snarheitum ef hún vill kenna sig við velferð.

"Jón Þór Sturluson, einn aðstandenda verkefnisins, lagði áherslu á að neysluþörf einstaklinga væri breytileg og að þetta væru því viðmið sem hægt er að styðjast við, en ekki nauðsynlegar tekjur til framfærslu." 

Þeir sem eiga ekki kartöflugarð, veiðistöng og þrjár hænur, auk þess að vera langt undir viðmiðunum, ættu að hætta meðvirkni með kerfinu, lesa sér til um sjaldgæfan sjúkdóm og vinna að því að koma sér á örorkubætur.


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi "stjórn" sem nú er, hún er líklega fáránlegasta stjórn allra tíma.. reyndar sú fyrri lika.
En Steingrímur og co, þau hreinlega vita ekki hvað þau eru að gera, vanvitar og fáráðlingar

doctore (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 15:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nokkuð ljóst Doctore, og nú er það staðfest opinberlega.

Magnús Sigurðsson, 7.2.2011 kl. 15:52

3 identicon

Alveg er eg ykkur sammala med stjornina, en verdur ekki lika ad lita i adrar attir. Hvad segir nu ASI t.d. tar rikja menn sem hafa aldrei verid a lusarlaunum. Er ekki komin timi til ad verkalydurinn fai foringja sem vilja/tora ad berjast fyrir umbjodendur sina.

Nu hefdi eg haldid ad verkalydsforkolfar ættu ad lysa tvi yfir ad tad se stefnan a næstu 3 arum ad na tessu fra vinnuveitendum.

Ja ja, tad ma rugla um stoduleika o.sv.frv. en er ekki kominn timi til ad menn geti lifad mannsæmandi lifi a Islandi. Tad er allt i kalda koli herna hvort sem er, er ekki akkurat timinn nuna til ad stokka uppa nytt.

Larus (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 16:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bíðum við! Hefur þetta breyst svona mikið að ykkar mati frá því fyrri ríkisstjórnir sátu?

Voru laun og tryggingabætur svona gífurlega há í tíð D og B ríkisstjórna?

Eða var ríkissjóður kannski svona miklu verr staddur þá en núna eftir bankahrunið?

Árni Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 16:08

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Lárus, það þarf að skipta allri elítunni út af og láta hana hafa í starfslokasamning, veiðistöng, 10 kíló af kartöfluútsæði, þrjár hænur og 150 þús í eftirlaun á mánuði.

Magnús Sigurðsson, 7.2.2011 kl. 16:10

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Árni; það sem hefur breyst er að skuldir heimila hafa stökkbreyst, gjöld og skattar hafa hækkað, vinna dregist saman og laun lækkað.  Þetta er helferðarstjórn.

Magnús Sigurðsson, 7.2.2011 kl. 16:14

7 identicon

"Verkalýðsforystan".. hahahaha, þetta er allt sama pakkið mar, SA, 4 flokkar og elíta; Það er mein íslands.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 16:56

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottar umræður og hjartanlega samála ykkur félagar!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2011 kl. 03:10

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Víst hafa skattar hækkað og lánin stökkbreyttust eftir fjármálastjórn frjálshyggjuguttanna. Aldrei mun ég bera blak af þessari svikastjórn en bendi á að þetta er fyrsta ríkisstjórnin í manna minnum sem hefur haft kjark til að láta reikna þessa neyslu út.

Vill einhver sýna mér fram á ofurlaun lífeyrisþega á Íslandi árin sem ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar hældu sér af öflugasta fjármálakerfi heimsins.

Ég man ekki þá tíð að ekki hafi verið rætt um örsnauða lífeyrisþega og láglaunafólk. Það er varla von til að það hafi stökkbreyst til batnaðar eftir að fjárglæframenn voru búnir að stela öllu steini léttara og fáeinir útvaldir eru látnir leika sér með aflaheimildirnar nánast endurgjaldslaust.

Árni Gunnarsson, 8.2.2011 kl. 13:08

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ekki ætla ég að verða til þess að bera blak af fyrri ríkisstjórnum, svo sammála er ég þér Árni.  Hins vegar er árið 2011 nú og við stjórnvölin er m.a. flokkur sem hefur verið það samfellt í næstum 4 ár.  Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa setið á lögjafasamkomunni í yfir 30 á hvort, og yfir áratug í ráðherrasólum samanlagt.  Það er kominn tími til að þeir sem við stjórnvölin sitja vinni fyrir fólkið í landinu en bendi ekki sífellt á þá sem það er um að kenna að þeir geri það ekki.

Þetta með örorkubæturnar er ósmekkleg kaldhæðni sem ég biðst afsökunar á , ef hún hefur misskilist.  Mér dettur ekki hug að halda því fram að bótaþegar á Íslandi hafi það gott eða hafi hafta það gott.  Þessi frétt fjallar um neysluviðmið sem leiðir svo aftur hugann að lægstu launum sem strípaðar bætur eru svo yfirleitt miðaðar við og þá komum við að kjarna málsins.

Samtök atvinnurekenda og launþega eru uppi með sitthvora kröfugerðina á ríkisstjórnina.  Hækkun bóta og trygging kvóta.  Hvorug krafan kemur launafólki né þorra atvinnurekenda nokkuð við.  Þangað til ríkisstjórnin hefur gengið að kröfunum verður ekki samið. 

Þegar gengið verður að kröfunum ætla þau að semja um tilbrigði við "þjóðarsátt".  Sennilega í anda þeirrar sem heil þjóð þrammaði á eftir fram af bjargbrúninni.  Höfundar hrunsins sitja nú allt í kringum borðið án þess að skilja baun í því fyrir hverja þeir sitja.

Atvinnurekendur sitja uppi með samtök sem hafa ekkert að gera með hagsmuna þeirra, vinnandi fólk með samtök sem berst fyrir rétti þeirra sem ekki vinna og þjóðin situr uppi með ríkisstjórn sem er ákveðin að hafa allt af henni og skattleggja til helvítis.


Til er einföld aðferð til að útrýma lægstu launum; samtök atvinnulífsins, verkalýðsforustan og alþingismenn sættast á að setja það í lög að þeir sjálfir hafi aldrei hærri laun en sem nemur lágmarkslaunum.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2011 kl. 15:14

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála þessu öllu. Ástæða þess að ég tók til máls var sú að mér finnst eins og stót hluti kjósenda telji að þessi ríkisstjórn beri alla ábyrgð á lágum launum og neyðarkjörum fólks.  Þetta er áratugagamalt vandamál og smánarblettur á öllum þeim sem samið hafa um kaup og kjör á Íslandi svo langt sem ég man.

Árni Gunnarsson, 8.2.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband