7.3.2011 | 22:45
Lífið í litum.
Það að vera án vinnu er ekki eins auðvelt og það gæti virst í fyrstu. Einhvernvegin verður að nota tímann og þegar tíminn berst að í eins stórum skömmtum og hann virðist gera, þegar maður hefur ekkert við hann að gera getur það reynst yfirþyrmandi verkefni. Það er svo skrítið að þegar tíminn er nógur þá er eins og maður komi sér ekki í það að gera það sem alltaf stóð til að gera þegar tími gæfist.
Undanfarna daga hef ég verið að drepa tímann við að mála, en það er eitt af því sem ég hélt áður að yrði aldrei nægur tími til að gera. En það er ekki auðvelt að koma sér að verki þegar hugmyndirnar vantar. Svo fór ég að mála það sem ég sá út um gluggann og það sem ég sé út um gluggann í sælureitnum við sjóinn. Kannski á ég eftir að ná því að láta litina heilla mig þannig að tíminn fljúgi.
Þegar ég var búin að mála nokkrar myndir fór ég að hugsa um mynd sem ég málaði fyrir 11 árum, nýbúinn að opinbera litaáráttu mína á striga. Þá kom til mín kona og skoraði á mig að mála fyrir sig mynd eftir sögu í bók sem hún afhenti mér. Þetta var mögnuð saga og hafði mikil áhrif á mig á meðan ég var að mála myndina. Þessi saga gæti þess vegna verið fyrirboði þess sem gerst hefur síðan. Sagan er eftir Selmu Lagerlöf og heitir Hreiðrið. Hér fyrir neðan er mynd af myndinni sem ég málaði við söguna. Mig minnir reyndar málverkið vera mun skírara en ljósmyndin en það er annað mál.
Hérna kemur textinn sem ég lét fylgja um það sem ég hugsaði þegar ég málaði mynd eftir áskorun.
Sagan Hreiðrið eftir Selmu Lagerlöf segir frá einbúanum Hattó sem fór út í auðnina og bað Drottinn engrar smábænar, hvorki meira né minna en um að tortíma heiminum. Því svo miklar voru syndir mannanna að frelsa þurfti þá ófæddu frá lífinu sjálfu. Þann tíma sem hann var á bæn komu máríerlurnar og gerðu hreiður í hendi hans vegna þess að eina tréð í nágreninu var greinalaust og Hattó líkari tré sem veitti skjól. Hattó fór smá saman að finna til samkenndar með íbúum hreiðursins og sannfæringarmáttur bænar hans dvínaði smátt og smátt. Að endingu bað hann hreiðrinu griða.
Sævar sjómaður hafði aldrei beðið bæna í líkingu við bæn Hattós. Hér áður fyrr þegar fiskverð var lágt, hafði honum í versta falli komið það til hugar að kaupfélagið væri dragbítur á framfarir og mætti því missa sig. Með tímanum tóku við nýir siðir sem Sævar átti erfitt með að skilja, hann mátti ekki veiða nema ákveðinn afla hvernig sem gaf. Það undarlega var að verðið sem hann þurfti að fá fyrir fiskinn fékk hann fyrir hann óveiddan og kallaðist þetta markaðsvæðing. Kaupfélagið fór á hausinn því það réði ekki við að kaupa óveiddan fisk á markaðsverði. Svo hrundi vitinn í gjörningaveðrinu mikla og leiðsögnin brást. Á endanum varð hið gjöfula haf sem ófær eyðimörk fyrir Sævari og hann gat hvorki flotið burt á sínum brotna bát né séð fjölskyldunni farborða.
Fram til þessa höfðu Sævar og Hattó aðeins átt eina bæn sameiginlega, þá að biðja Drottinn um að þyrma hreiðrinu.
Ég þarf ekki að taka það fram að umhverfið í myndinni um hreiðrið var fengið út um stofugluggann minn þá. Hérna má sjá nokkrar af þeim myndum sem ég hef málað undanfarna daga m.a. út um stofugluggann.
kreppan | Breytt 8.3.2018 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2011 | 12:52
Sú gamla glamrar á facebook.
Það mætti halda að Jóhanna væri eldri borgari vestur í bæ sem stytti sér stundir með því að skrifa á vegginn, en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar.
Hjá forsætisráðherra eru svona facebook ummæli eins og hvert annað lýðskrum, en í því hefur Jóhanna verið jafn snjöll allan sinn stjórnmála feril og hún er afleitur forsætisráðherra.
Hvernig væri að gera eitthvað í málinu, annað en að tuða á facebook?
![]() |
Engin réttlæting fyrir ofurlaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2011 | 11:40
Reiknimeistari ríkisin.
Hvenær ætli verði komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld á Íslandi hætti að láta skattgreiðendur ábyrgjast innistæður í gjaldþrota bönkum?
Kennitöluflakkið í fjármálakerfinu á Íslandi er orðið það yfirgengilegt að ekki tekur nokkru tali. Nú hælir Steingrímur sér af því að hafa sparað ríkin 8 ma. á því að láta gjaldþrota banka yfirtaka annan gjaldþrota og hafa lagt til með honum 11 ma frá ríkinu.
Bankakerfið á Íslandi hefur aldrei í sögunni verið stærra en í dag, reknir eru bankar á nýjum kennitölum með tilheyrandi ofurlaunum stjórnenda og gömlu þrotabúin eru rekin með liði á enn hærri launum.
Fram kom í fréttum um daginn að slitastjórn SpKef, þess gjaldþota ekki þess nýsameinaði, færi fram á auknar fjárveitingar frá ríkinu til að geta starfrækt þrotabúið.
Svo reyna reiknimeistarar á framfæri ríkisins að halda því fram að það muni verða nóg til í þrotabúi Landsbankans til að greiða icesave. Því sé þjóðinni óhætt að segja já við því að ábyrgast erlendar skuldir gjaldþrota einkabanka, það gæti jafnvel orðið gróði af því.
![]() |
Kostar 11,2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
7.3.2011 | 08:00
Deilt um eignarhald.
Þeir félagar Gaddafi og Sarkozy á meðan allt lék í lyndi. Nú hefur Gaddafi fengið þjóð sína upp á móti sér og það sem verra er fyrir vesturlönd, hann hefur misst tökin á olíuframleiðslunni. Þá dugir því ekki að kenna al Kaída um, það hefði Gaddafi þurft að gera áður en til uppreisnar kom í Líbíu, með samþykki eigenda vörumerkisins al Kaída. Þannig hefði hann fengið að tilheyra klúbbnum, en ekki einungis til að kaupa vopn.
![]() |
Sakar Frakka um afskiptasemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)