Reiknimeistari ríkisin.

 

 

Hvenær ætli verði komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld á Íslandi hætti að láta skattgreiðendur ábyrgjast innistæður í gjaldþrota bönkum?

Kennitöluflakkið í fjármálakerfinu á Íslandi er orðið það yfirgengilegt að ekki tekur nokkru tali.  Nú hælir Steingrímur sér af því að hafa sparað ríkin 8 ma. á því að láta gjaldþrota banka yfirtaka annan gjaldþrota og hafa lagt til með honum 11 ma frá ríkinu. 

Bankakerfið á Íslandi hefur aldrei í sögunni verið stærra en í dag, reknir eru bankar á nýjum kennitölum með tilheyrandi ofurlaunum stjórnenda og gömlu þrotabúin eru rekin með liði á enn hærri launum. 

Fram kom í fréttum um daginn að slitastjórn SpKef, þess gjaldþota ekki þess nýsameinaði, færi fram á auknar fjárveitingar frá ríkinu til að geta starfrækt þrotabúið. 

Svo reyna reiknimeistarar á framfæri ríkisins að halda því fram að það muni verða nóg til í þrotabúi Landsbankans til að greiða icesave.  Því sé þjóðinni óhætt að segja já við því að ábyrgast erlendar skuldir gjaldþrota einkabanka, það gæti jafnvel orðið gróði af því.


mbl.is Kostar 11,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er þín tillaga að lausn á SPKef málinu?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 11:52

2 identicon

Þú ert sko í hávegum hafðu í Hádegismóum og á AMX að ég nú ekki tali um hvað útrásarvíkingunum líkar vel við þig og þín skrifa og þinna líka.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 11:54

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Elvar hún er einföld, afnema ríkisábyrgð á innstæðum og loka sjoppunni.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 11:54

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Æ,æ Jón minn, þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala og ætlar öðrum eitthvað sem bærist á milli eyrnanna á þér.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 11:56

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús, ertu ekkert hræddur við bankaáhlaup ef ríkisábyrgð yrði afnumin?

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 12:01

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lúðvík, það er löngu kominn tími á bankaáhlaup, meirihlutann skiptir það engu máli vegna þess að þeir eiga aðallega skuldir, þeir sem eitthvað eiga hafa fyrir löngu komið því í aðrar geymslur hjá banka á kennitöluflakki.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 12:06

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

og ertu ekki hræddur við að hagkerfið dragist saman og atvinnuleysi aukist?  Er það ásættanlegur fórnarkostnaður?

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 12:10

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef það hefur farið fram hjá þér Lúðvík þá er bankakerfið dragbítur á atvinnulífið.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 12:13

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

hvernig er það dragbítur á atvinnulífið? og finnst þér best að leysa það með auknu atvinnuleysi?  Er það fólkið sem á að greiða kostnaðinn af skilvirkara bankakerfi?

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 12:20

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lúðvík, á þetta að vers spurningakeppni?  Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá voru reglur um innistæðutryggingar allt til 2008, þá var þeim breitt með neyðarlögum.  Það verður ekki fyrr en neyðarlagaruglið verður afnumið sem einhver vitglóra verður í bankastarfsemi á Íslandi.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 12:26

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég hlýt að spyrja vegna þess að innistæðutrygging er hugsuð til að tryggja stöðugleika bankakerfisins.  Verð gert bankaáhlaup þá klárast líka þeir peningar sem fyrirtæki þurfa til að reka sig á eðlilegan hátt.

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 12:55

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lúðvík, heldurðu að auðæfin verði til í bönkunum?  Ert þú einn af vitleysingjunum sem halda að bankarnir séu "súrefni" atvinnulífsins? 

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 13:00

13 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

nei, auðævin verða til hjá almenningi.  Almenningur leggur síðan sparnað sinn í banka sem bankinn lánar síðan fyrirtækjum m.a. til reksturs eða fjárfestinga.

Ef fólk þarf að óttast um sparnaðinn þá tekur hann sparifé sitt úr bönkunum og þegar það gerist þá minnkar útlánageta bankanna og þar með möguleikarnir til að lána fyrirtækjum.

Þess vegna var innistæðutryggingin fundin upp.  Til að fólk gæti treyst bönkunum fyrir sparifé sínu og svo bankarnir gætu lánað peningana áfram til lengri tíma.

Það var farið illa með fé í bönkunum og auðvitað þarf að taka til.

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 13:09

14 identicon

Lúðvík Júlíusson ráðherrabróðirin er með þetta allt á hreinu sennilega frá ráðgjafa Iðnaðarráðherra. Lúlli þú ert duglegur strákur,stendur þig vel. já Lúðvík ráðherrabróðir nú er ég sammála þér,sem þú skrifar í neðstu línu,,auðvitað þarf að taka til,,ritar þú. Þá þurfum við Lúlli að byrja á því að leggja niður Samfylkinguna/Landráðaflokkin.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 13:17

15 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Númi, þú klikkar ekki.

Ég hef enga ráðgjafa í iðnaðarráðuneytinu eða annars staðar í stjórnsýslunni!  Heldur þvert á móti, eins og þú sérð þegar þú skoðar bloggin mín og lest þær greinar sem ég hef skrifað og birst m.a. í Morgunblaðinu á síðustu árum.

Ég hef ekkert á móti því að breyta flokkakerfinu og stokka upp.  En það hefst á málefnalegri umræðu og þar verður þú að taka til hjá sjálfum þér og hætta að fela þig á bak við nafnleynd.

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 13:34

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lúðvík, þú þarft að fara í endurmenntun, þessar hugmyndir sem þú lýsir eru nánast barnalegar. Bankar eru hættir að borga almenningi vexti, þetta eru hreinar ræningjastofnanir sama hvort þú ert í skuld eða átt inni það ert þú sem tapar.  Bankar eru fyrir löngu orðnir klúbbar fyrir útvalda með lakara siðferði en Hells Angels.

Ef þú ert að tala um að millifæra og miðla verðmætum sem þú villt ekki tapa þá skaltu leita annað en í banka.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 13:39

17 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús, þessar hugmyndir sem ég lýsi er gangur bankakerfisins.  Ég bjó það ekki til og hef verið duglegur að gagnrýna það.

Þrátt fyrir að ég sé andsnúinn nútíma peningastefnu og framkvæmd hennar þá neyðist ég til að skilja hana svo framkvæmd hennar valdi ekki meiri skaða en hún hefur þegar gert.

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 13:46

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lúðvík, þetta eru gamlar hugmyndir um banka, bankakerfi nútímans framleiðir skuldir og það er að hrynja innan frá vegna þess að það er ekkert kontról á skuldaframleiðslunni. 

Kennitöluflakkið á eftir að halda áfram út í það óendanlega ef skattgreiðendur gefa ríkisábyrgð.  Því segi ég, það á að afnema ríkisábyrgð á innstæðum og loka sjoppunni eins og hverri annarri glæpastarfsemi.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 13:54

19 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús, nútíma peningastefna snýst um að "framleiða skuldir" og hún snýst líka um traust.  Þess vegna er ég andvígur henni, hún hvílir á lofti.

Það er alveg rétt hjá þér að skuldsetningin getur haldið áfram út í hið óendanlega.  Ég sendi einmitt þingmönnum bréf vorið 2008 þar sem ég mótmælti þeim hugmyndum sem voru þá að ríkið myndi styðja við bankana "sama hvað", líkt og gerðist á Írlandi.  Ég efast um að þeir hafi tekið mig alvarlega því það eru örugglega fleiri en við á þessari skoðun.

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 14:04

20 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

;) síðasta setningin er snúin, en það hafa örugglega fleiri en ég bent þingmönnum á hversu ævintýralegt það væri ef ríkið ábyrgðist skuldir bankanna.

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 14:06

21 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lúðvík, er þá ekki mál að linni.  Ég t.d. passaði mig á því fram til október 2008 að eiga ekki meiri sparnað inni í  bönkum en sem nam innlánstryggingu.  Annan sparnað lagði ég í fasteignir og fyrirtækin mín. 

Neyðarlögin breyttu leikreglunum, innistæður voru tryggðar, verðbólgan fór á flug.  Þrátt fyrir hástemmd verðbólgumarkmið þá var farið inn á heimili landsins og þau rænd um eignahlut sinn í húsnæði í gegnum verðtrygginguna.  Það yrði löng ritgerð ef ég segði þér hvernig þetta fór með fjárhag míns heimilis og  fyrirtækja, sem þó voru byggð upp til að veita atvinnu. 

Enn og aftur Lúðvík ef stjórnmálmenn láta ekki af því að veita ríkisábyrgðir til handa gjaldþrota bönkum þá eru þeir um leið orðnir samsekir glæpagengjunum.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 14:24

22 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Svo lengi sem seðlabankakerfi heimsins verður ekki varpað á öskuhauga sögunnar þar sem það á svo sannanlega heima mun það sjúga úr samfélögunum blóðið og sölsa undir sig æ meira. Kaupi ekki hræðsluáróður um að heimurinn muni farast ef að hróflað verður við þessu vanheilaga kerfi eða bankar fái að fara á hausinn eins og önnur fyrirtæki standi þau sig ekki.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.3.2011 kl. 18:34

23 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. en það væri svolítið skrítið að bjarga bönkunum í Reykjavík en þegar kemur að bönkum sem starfa úti á landi að þá skuli almenningur tapa innistæðum umfram lágmarkstryggingu.

Lúðvík Júlíusson, 7.3.2011 kl. 18:54

24 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú er ég sammála þér Lúðvík og það vill líka svo til að ég er sammála Georg, látum allt helvítis bixið róa.

Magnús Sigurðsson, 7.3.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband