Breytir engu.

Samkvæmt þessum dómi halda neyðarlögin og breytir hann því engu hvað mati skilanefndar Landsbankans hvað varðar endurheimtur upp í icesave.  Neyðarlagaþegarnir geta einnig andað léttar. 

Eina efnislega breytingin sem var gerð á fyrri icesave samningi sem þjóðin hafnaði og þeim sem nú er í boði er 8. grein fyrri samnings var sleppt í icesave3   Greinin sem sögð er hafa fengið margann neyðarlagaþegann frá því haustið 2008 til að meta málið út frá "ísköldu hagsmunamati". 

Greinin hljóðaði svona; 

8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.

Þær eru athyglisverðar upplýsingarnar sem eru að koma fram þessa dagana um það hvernig stórleikarar í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi gátu selt hluti sína í Glitni og fleiri gjaldþrota fyrirtækjum rétt fyrir hrun.  Sérstaklega í ljósi þess að eina efnislega breytingin á icesave 2 og 3 er að 8. gr. er sleppt. 

Ískalt hagsmunamat hvaðan halda menn að peningarnir hafi komið sem notaðir voru til að kaupa verðlaus hlutabréf korteri í hrun?

Heykvíslahjörðin, ómenntaða liðið og landsbyggðarskríllinn hefur verið notað til að lýsa þeim sem segja NEI við icesave.  Þessi lýsingarorð eiga ágætlega við fólk sem hefur hjartað á réttum stað.   Rökin fyrir því að segja NEI eru einföld og skýr.  Þau kristallast m.a. í þessu myndbroti.

 


mbl.is Úrskurðir styrkja forsendur Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave innistæður notaðar í heimsmet.

Hann þyngist Áfram áróðurinn enda nógir fjármunir til á þeim bænum.  Á fjölmiðli fólksins facebook eru skoðanakannanirnar á annan veg, yfir 70% NEI.

Það er með miklum ólíkindum ef að fólk ætlar að ganga í takt við þau öfl sem þrömmuðu með íslenskt þjóðfélag fram af hengifluginu haustið 2008, eftir að þau höfðu útdeilt sjálfum sér fallhlífum.  

Ef endurreisn þessara afla á íslensku samfélagi hefði sýnt árangur nú 2 1/2 ári síðar væri kannski hægt að skilja blindu fólks á hvað JÁ-ið þýðir.  En að ætla að ganga í takt fram af hengifluginu í annað sinn á innan við þremur árum væri með ólíkindum og þeim mun meiri þegar það er farið fram á skilyrðislausa taktgöngu heillar þjóðar til greiðslu skulda sem glæpamenn eru að kaupa sig frá.

Hvernig sem fer 9. apríl þá verður stór kafli skrifaður í mannkynsöguna, kannski verður sá kafli um það þegar heil þjóð tók að sér sjálfviljug að greiða skuldir glæpamanna heimsins og slægi þar með heimsmet í heimsku.


mbl.is Meirihluti ætlar að segja já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytir engu um ices........

Samkvæmt þessum dómi halda neyðarlögin og breytir hann því engu hvað mati skilanefndar Landsbankans hvað varðar endurheimtur upp í icesave.  Neyðarlagaþegarnir geta einnig andað léttar. 

Eina efnislega breytingin sem var gerð á fyrri icesave samningi sem þjóðin hafnaði og þeim sem nú er í boði er 8. grein fyrri samnings var sleppt í icesave3   Greinin sem sögð er hafa fengið margann neyðarlagaþegann frá því haustið 2008 til að meta málið út frá "ísköldu hagsmunamati". 

Greinin hljóðaði svona; 

8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.

Þær eru athyglisverðar upplýsingarnar sem eru að koma fram þessa dagana um það hvernig stórleikarar í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi gátu selt hluti sína í Glitni og fleiri gjaldþrota fyrirtækjum rétt fyrir hrun.  Sérstaklega í ljósi þess að eina efnislega breytingin á icesave 2 og 3 er að 8. gr. er sleppt. 

Ískalt hagsmunamat hvaðan halda menn að peningarnir hafi komið sem notaðir voru til að kaupa verðlaus hlutabréf korteri í hrun?

Heykvíslahjörðin, ómenntaða liðið og landsbyggðarskríllinn hefur verið notað til að lýsa þeim sem segja NEI við icesave.  Þessi lýsingarorð eiga ágætlega við fólk sem hefur hjartað á réttum stað.   Rökin fyrir því að segja NEI eru einföld og skýr.  Þau kristallast m.a. í þessu myndbroti.

 


mbl.is Heildsöluinnlán forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband