Afsakið á meðan ég æli.

 

Liðið sem var á fínu kaupi við að setja Ísland á hausinn, afæturnar sem skattagreiðendur losna ekki við af ofur eftirlaunum þrátt fyrir niðurskurð á öllum sviðum, hyskið sem ákvað að heimili landsins yrðu rænd í kjölfar hrunsins með því að neita almennri leiðréttingu verðtryggðra lána og glæpamennirnir með icesave aurana fer stórum og auglýsir sig sem JÁ fólkið fyrir borgum icesave allir sem einn. Þetta hyski hefur hertekið samtök atvinnulífsins, samtök verkalýðsins, stýrir fjármálafyrirtækum auk þess að vera með kúlulánþegana á alþingi undir hælnum. En mun þjóðin láta þetta hyski plata sig aftur til að þramma í takt fram af hengifluginu?

Hrunavaktin segjir já;

 

segja já

 

 

 

 

lanssave.jpg


mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Vilhjálmur á lélegum launum?

Vilhjálmur og félagar berjast við að fá aðgang að þjóðinni í gegnum ríkissjóð til að geta skuldsett hana áfram, þannig á að "ljúga hjól atvinnulífsins" áfram.  Nú er búið að skuldsetja ríkissjóð og þjóðina í drep til að endurreisa bankana, sem þeir félagar sögðu vera súrefni atvinnulífsins. 

Það þarf ekki mikla visku til að átta sig á því fyrir hverju þeir félagar berjast, það þarf aðeins að líta til bankana þar hefur endurreisnin farið í að endurreisa gömlu góðu bónusana og bankastjórakjörin.


mbl.is Áfram barist fyrir atvinnuleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbær þjófnaður.

Nú nægir verkalýðsrekendunum ekki lengur að fá aðeins 12% tekna launþega með lögum til að braska með í lífeyrissjóðunum nú vilja þeir fá skatttekjur sömu launþega í gegnum ríkið til að bæta upp tapið sem verður þegar hrunaliðið á þeirra vegum stelur úr sjóðunum. 
mbl.is Vilja að ríkið greiði iðgjald í alla lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað meiga hjól atvinnulífsins kosta?

Hönnuðir hrunsins reyna að tryggja friðinn með því að naga þröskuldinn á stjórnarráðin.  Þar sem samtök atvinnurekenda og launþega hafa verið uppi með sitthvora kröfugerðina á ríkisstjórnina.  Hækkun bóta og trygging kvóta.  Hvorug krafan kemur launafólki né þorra atvinnurekenda nokkuð við. Leikritið verður sífellt kostnaðarsamara fyrir vinnandi fólk þessa lands og nú ætla þeir að tryggja friðinn með ca. 8% launahækkunum á næstu 3 árum og lágmarks laun hugsanlega í 200 þús.  Þetta er eitthvað sem breytir engu fyrir fólkið í landinu. 

Þessir hrunameistarar hafa talið okkur trú um að bankarnir séu súrefni atvinnulífsins og endurreisn þeirra sé á okkar ábyrgð; hversu oft hefur þessi bábilja ekki verið básúnuð í fréttatímum fjölmiðlanna.  Staðreyndum hefur verið snúið við svo bankarnir fái að nærast á viðskiptavinum sínum í gegnum þessa mýtu.  Með óendanlegum vöxtum og vaxta vöxtum þannig að fáir sleppa við að lifa á lánum.  Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings.  Bankarnir eru því í besta falli súrefni raðgjaldþrota fyrirtækja sem og fjölmiðla sem reknir eru út í eitt í skiptum fyrir áróður ríkisstjórna, banka og stór fyrirtækja á kostnað heilbrigðrar skynsemi. 

Skattar eru notaðir til að greiða skuldir ríkisins við fjármagnseigendur sem urðu til þegar þeir tæmdu banka og sjóði innanfrá.  Nú er svo komið að fjármálkerfi sem þótti eðlilegt  um1960 að hefði í sinn hlut 5% af efnahagslegum vexti er farið að taka til sín um 40% af vexti hagkerfisins.  Þegar bankarnir hafa verið tæmdir reglulega innanfrá af eigendum sínum, er þegnunum gert að endurreisa þá með skattfé frá ríkinu.  Þeir síðan réttir fyrri eigendum á silfurfati með einkavæðingu.  Þetta er talið nauðsynlegt svo að bankarnir geti áfram verið súrefnið fyrir raðgjaldþrota fyrirtæki.  Eru til meiri öfugmæli?

Staðan er orðin þannig að hinum almenni borgara er í reynd gert að taka lán, til að borga sér laun til að geta borgað skatta.  Hugmyndafræði þessara afla hefur leitt til nútíma þrælahalds.  Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.


mbl.is Reyna að tryggja frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband