Er Vilhjálmur á lélegum launum?

Vilhjálmur og félagar berjast við að fá aðgang að þjóðinni í gegnum ríkissjóð til að geta skuldsett hana áfram, þannig á að "ljúga hjól atvinnulífsins" áfram.  Nú er búið að skuldsetja ríkissjóð og þjóðina í drep til að endurreisa bankana, sem þeir félagar sögðu vera súrefni atvinnulífsins. 

Það þarf ekki mikla visku til að átta sig á því fyrir hverju þeir félagar berjast, það þarf aðeins að líta til bankana þar hefur endurreisnin farið í að endurreisa gömlu góðu bónusana og bankastjórakjörin.


mbl.is Áfram barist fyrir atvinnuleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Vilhjálmur er of yfirborgaður af mafíum vestursins til að geta gert eitthvað að gagni fyrir þessa þjóð. Þessir félagar eru fluttir frá Íslandi fyrir löngu síðan og eiga ekki afturkvæmt.

 Það er svo sannarlega ekki þeirra verkefni fyrir yfirborgunina að berjast fyrir almenning nokkurs lands, heldur ræningjatoppa banka vestursins! Og þeir ræningjatoppar hafa enga hugmynd um hvernig raunveruleg laun og verðmæti verða til. Þökk sé snarrugluðum hagfræðingum eins og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem er verr að sér í hagfræði en Sölvi Helgason sálugi!

 Sannleikurinn er oft lengi á leiðinni og kemur oftast frá þeim sem öllum var kennt af einokunar-öflunum að hlusta ekki á! Að vera utangarðs-maður í dag er eiginlega heiður og að vera bankagarðs-maður er niðurlægjandi!

 Þannig hljóðar rökréttur sannleikur þeirra sem ekki eru eða vilja vera á svika-spena skattborgaranna stritandi víðsvegar um heiminn!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2011 kl. 15:37

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta eru menn sem búa í þeim veruleika að verðmætin sem þeir telja sig geta skapað verða einungis til í gegnum lánsfé.  Þeir eru búnir að skuldsetja allan atvinnurekstur upp í rjáfur þannig að ekki verður áfram haldið nema að þjóðin ábyrgist skuldirnar. 

Hvers vegna fara ekki blessaðir mennirnir í bankana sem skattgreiðendur endurreistu fyrir þá eftir þeirra forskrift og fá lán fyrir fjárfestingunni?  Ef hún er arðbær ætti það að vera leikur einn, en ef hún er til að halda þeim "rekstrarhagfræðingunum" áfram á jötunni þá gæti það verið erfitt úr því að stjórnendur bankanna eru búnir að taka skattpeningana á sína launajötu.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband