6.2.2012 | 17:34
Tímabært að senda Mafíuni fingurinn.
Það eru ekki margir áratugir síðan að bæjarfélag á Íslandi greip til sömu aðgerða og þeir í Bristol, en það var á Djúpavogi rétt fyrir 1970. Þar voru Djúpavogspeningarnir aðal gjaldmiðillinn í eitt ár. Um þetta má lesa í bókinni hans Más Karlsonar, Fólkið í plássinu.
Djúpavogs peningarnir vöktu frá upphafi áhuga minn, því þegar ég heyrði af þeim fyrst, sjö ára polli á Egilsstöðum, varð ég viðþolslaus að komast á Djúpavog. Á Egilsstöðum var talað um að þeir væru farnir að versla fyrir Mattador peninga á Djúpavogi og af þeim átti ég nóg. Þó svo að ég kæmist ekki á Djúpavog á meðan sjálfstæður gjaldmiðill var þar í gildi þá bjó ég þar í 17 af mínum bestu árum. Þar kynntist ég Má og hans stór skemmtilegu sögum og mér þótti stórmerkilegt að fá frá fyrstu hendi að heyra sögu Djúpavogspeninganna. það má segja að Már hafi verið Seðlabankastjóri Djúpavogs, sem gjaldkeri Kaupfélagsins.
Rétt fyrir hrunið 2008 þegar gengið féll hvað mest komu Djúpavogspeningarnir upp í hugann og bloggaði ég um þá hér á síðunni. Það er ómetanlegt að saga þessa gjaldmiðils skuli vera komin út á prenti frá fyrstu hendi.
Bókin hans Más, Fólkið í plássinu, er að vísu löngu uppseld þó svo að það sé bara rúmt ár síðan hún kom út, en það má vafalaust nálgast hana á flestum bókasöfnum landsins.
![]() |
Bristol gefur út eigin gjaldmiðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)