20.3.2012 | 19:05
Skýjaglópur á þotuslóðum:
Eins og flestir vita sem mig þekkja þá er ég skýjaglópur sem hef gaman að því að fylgjast með skýjunum fara yfir himininn, taka af þeim myndir og klína þeim á striga þegar ég er í stuði. Undanfarna tvo mánuði hefur gengið á með stöðugum snjóéljum og þau hafa því verið myndefnið. Þá fáu daga sem heiðskýrt hefur verið er himininn útkrotaðu í þotuslóðum.
Ég hef haft það fyrir áhugamál að taka myndir flesta daga síðan ég kom til Harstad fyrir 10 mánuðum síðan. Það sem ég hef sérstaklega tekið eftir er hvað himininn er blár hérna á 69°N, eins blár og minningin segir að hann hafi verið flesta daga á Íslandi hér áður.
Undanfarnar þrjár vikur hef ég tekið eftir svolitlu sem ég hafði ekki séð hér í N-Noregi þennan tíu mánaða tíma sem ég hef verið hérna, en það er að þotuslóðir gerði bláan himininn alskýjaðan á dagsparti. Farþegaþotur fljúga hér yfir daglega en nú er þetta ekki contrail þotuslóðir farþegavéla sem hafa verið á himninum undanfarnar þrjár vikur heldur cemtrail. Það er hreinlega verið að spreya himininn á ótrúlegri stærðargráðu.
Ég fór út á sunnudagsmorgni fyrir þremur vikum til að ná myndum af grýlukertum í morgunnbirtunni, kom heim um tíuleitið og sá þá þotu á lofti með óvenjulanga slóð þegar ég fór inn. Eftir hádegið fór ég út aftur til að taka myndir af stöðum sem ég vissi að féllu vel við birtu á þeim tíma dags. En þá voru þotuslóðir að verða búnar að þekja himininn. Í dag dróu ský frá sólu og viti menn himininn var útkrotaður eins og hann hefur reyndar verið þegar það sést til hans í gegnum éljabakkana undanfarnar vikur.
Þotuslóðir dagsins og þær sem festar voru á mynd fyrir þrem vikum má sjá í þessu myndaalbúmi HÉR. Auk þess er hérna youtube trailer á heimildarmynd um hvað cemtrail þotuslóðir snúast, sem telst ekki mikil tímaeyða að skoða miðað við alvarleika málsins fyrir umhverfið.
Hérna í youtube linknum fyrir neðan er svo öll myndin sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.
http://www.youtube.com/watch?v=jf0khstYDLA
Umhverfismál | Breytt 21.3.2012 kl. 05:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)