Skyldi fólkinu líða betur?

Það er sennilega allt í þessu fína á Íslandi kaupmáttur ekki nema þremur árum frá toppárinu 2007 eftir því sem Hagstofan segir og hagvöxturinn kominn á bullandi sving samkvæmt fréttum úr stjórnsýslunni.  Ef rétt reynist þá er ekki ólíklegt að árið 2007 verði toppað seint á árinu 2012 eða í síðasta lagi rétt fyrir alþingiskosningarnar kosningarnar 2013. 

Sennilegast er það vegna ástæðulauss fábjána háttar sem álfur eins og ég er á vergangi í Noregi til að senda peninga heim til skulda á Íslandi.  Því vegna lélegrar hagfræðikunnátti  þá hræðist ég að lenda í því að þurfa að segja draugasögur í björtu, líkt og fólkið á sem stendur dagana langa í biðröð hjá Fjölskylduhjálpinni svo ekki sé nú talað um þá sem hanga á kaffistofu Samhjálpar á daginn út og inn eftir að hafa sofið yfir sig í strætó skýlum.

Eitthvað eru hagstofur annarra landa að misskilja velferðina á Íslandi og sennilega kunna þær ekki að reikna, hvað þá að stjórnvöld þessara landa hafi áttað sig á því að með því einu að hækka skuldir og skatta hjá þegnunum um tugi ef ekki hundruð prósenta er hægt að búa til glimrandi hagvöxt sem tekur öllu fram í OECD.

Hérna hafa einhverjir fávitar gert samanburð á kaupmætti milli landa og fer þar ekki á milli mála að í tilfelli Íslands eru fábjánarnir að segja draugasögur í björtu.

Nivåindekser for bruttolønn ekskl. arbeidsgiveravgift, 2010. Basert på nominell valutakurs. Norge=100
 
 

Nivåindekser for bruttolønn ekskl. arbeidsgiveravgift, 2010. Basert på kjøpekraftsparitet for personlig konsum. Norge=100

http://www.ssb.no/magasinet/norge_verden/art-2011-09-12-01.html

 


mbl.is Kaupmáttur svipaður og 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband