Skyldi fólkinu líða betur?

Það er sennilega allt í þessu fína á Íslandi kaupmáttur ekki nema þremur árum frá toppárinu 2007 eftir því sem Hagstofan segir og hagvöxturinn kominn á bullandi sving samkvæmt fréttum úr stjórnsýslunni.  Ef rétt reynist þá er ekki ólíklegt að árið 2007 verði toppað seint á árinu 2012 eða í síðasta lagi rétt fyrir alþingiskosningarnar kosningarnar 2013. 

Sennilegast er það vegna ástæðulauss fábjána háttar sem álfur eins og ég er á vergangi í Noregi til að senda peninga heim til skulda á Íslandi.  Því vegna lélegrar hagfræðikunnátti  þá hræðist ég að lenda í því að þurfa að segja draugasögur í björtu, líkt og fólkið á sem stendur dagana langa í biðröð hjá Fjölskylduhjálpinni svo ekki sé nú talað um þá sem hanga á kaffistofu Samhjálpar á daginn út og inn eftir að hafa sofið yfir sig í strætó skýlum.

Eitthvað eru hagstofur annarra landa að misskilja velferðina á Íslandi og sennilega kunna þær ekki að reikna, hvað þá að stjórnvöld þessara landa hafi áttað sig á því að með því einu að hækka skuldir og skatta hjá þegnunum um tugi ef ekki hundruð prósenta er hægt að búa til glimrandi hagvöxt sem tekur öllu fram í OECD.

Hérna hafa einhverjir fávitar gert samanburð á kaupmætti milli landa og fer þar ekki á milli mála að í tilfelli Íslands eru fábjánarnir að segja draugasögur í björtu.

Nivåindekser for bruttolønn ekskl. arbeidsgiveravgift, 2010. Basert på nominell valutakurs. Norge=100
 
 

Nivåindekser for bruttolønn ekskl. arbeidsgiveravgift, 2010. Basert på kjøpekraftsparitet for personlig konsum. Norge=100

http://www.ssb.no/magasinet/norge_verden/art-2011-09-12-01.html

 


mbl.is Kaupmáttur svipaður og 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gaman væri að sjá norsku tölurnar frá 2004 til samanburðar ef þú hefur tök á.

Að halda því fram að hér sé sama ástand og 2004...t.d. var fólk ekki að flytja í eins miklum mæli frá landinu og nú.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 14:56

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kaupmáttur á Íslandi var nokkurnvegin á pari við Noreg fram að hruni og sennilega hærri ef einhver munaði.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2012 kl. 15:04

3 identicon

Magnus það var ólíkt meiri stíll og trúverðugleiki yfir gömlu draugasögunum.Og svo voru þær líka skemmtilegar og spennandi

að auki.

Það er lílklegast að upplýsingar í þessari könnun um kaupmátt hér á landi séu komnar frá ráðamönnum hér.

Svo ekki þarf nú að efast um trúverðugleikann þar.

Eg fyrir mitt leyti sé ekki ástæðu til að taka meira mark á því en öðru sem þaðan kemur.

Og trúarbrögðin í hringum töfraorðin HAGVÖXTUR og VÍSITÖLUR líkjast helst því þegar að allar messur í kirkjum landsins voru sungnar á latínu sem varla nokkur maður kunni stakt orð í.

En hlustað var þó með mikilli andakt og presurinn kysstur í bak og fyrir að launum fyrir svo góða ræðu.

Sem engum manni datt í hug að efast um eitt einasta atriði í.

Fólk lygnir aftur augunum og hættir að anda þegar það heyrir nefndar vísitölur og hagvöxt og allt það ...

Og alveg öruggt að engra útskýringa sé þörf.Enginn færi að gera sig svo heimskan að spyrja...

Sólrún (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:42

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér datt ekki í hug að þetta væri latína Sólrún, það skýrir nú margt, ég hélt í einfeldni minni að ég væri fáviti.  Svo sá ég það á blogginu hjá Ómari að austan að sennilega væri búið að fá sérfræðinga frá N-Kóreu til að möndla keisið, ef ekki þá væri full ástæða til að senda fíkniefnalögregluna með hundana til að kanna málið.  Ég vil nú heldur hlífa hundunum við þeirri heimsókn þó heimskur sé.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2012 kl. 18:20

5 identicon

Það sakar kannski ekki að tékka á því annað slagið

hvað fólk munu láta bjóða sér....

Sólrún (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 18:29

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég spái því að það skipti sér á milli bekkjardeilda og grúi sig niður í latínufræðin og láti ljúga því í sig að útkoman sé fengin á hávísindalegan hátt úr exel.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2012 kl. 18:42

7 identicon

tegar eg sa tessa fifla frett vissi eg strax ad tu hefdir eitkvad um tetta ad sega

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband