Hat trick.

En og aftur stunda stjórnmálamenn lýðskrum, nú á að láta lýta út fyrir að kvótafrumvarpið, sem gengu út á þjóðnýtingu sjávarútvegsins hafi hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi.  Það væri hægt að samþykkja það ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar gengi út á jafnan aðgang þegnanna að auðlindinni á svipaðan hátt og var á árunum fyrir kvótakerfi.

Það vill þannig til að íbúar landsbyggðarinnar greiða nú þegar til samfélagsins eins og aðrir þegnar þessa lands í gegnum skattkerfið.  En nú á að þjóðnýta vinnu þeirra sem við starfa við sjávarútveg til að ríkið hafi fjármagn til að greiða erlendum kröfuhöfum botnlausar skuldir sem stjórnmálamenn komu skuldlausum ríkissjóð í haustið 2008.  Ekki dettur Steingrími eitt augnablik í hug að skera niður sjálfan sig og stjórnkerfið, heldur beitir hann sömu aðferðum og hver önnur skiplögð glæpasamtök. 

Það má segja að staðan sé 3:0 fyrir gamla Ísland núna tæpum fjórum árum eftir hrun.  Náhirðin sem setti Ísland á hausinn nýtur ævikvöldsins á fínum eftirlaunum greiddum úr ríkissjóði, landsliðið í kúlu hefur afskrifað skuldirnar af sjálfu sér með afrakstur kúlulánanna í verðtryggðu skjóli ríkisins og helferðarhyskið sér um þjóðnýta vinnandi fólk til að borga brúsann.  Sannkallað "Hat Trick".


mbl.is Boðar ríkisstyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband