8.3.2012 | 20:36
Mótorhjól, haglabyssa og skeiðarhnífur.
Féttafluttningur mbl er svolítið farin að líkast hryðjuverkafárinu sjálfu, þar sem tilgangurinn helgar meðalið. Meira og minna litaður af því að löggur á Íslandi langar að fá að hafa byssu eins og í útlöndum. Nú eru meir að segja búið að draga minn friðsæla heimabæ inn í umræðuna sem væntanlegt bæli fyrir glæpamenn, því til sönnunar fá blaðamenn að taka myndir af skotvopnum og skeiðahnífum.
Þetta er svipuð taktík og þegar hryðjuverkaógninni var plantað í Langtíburtukistan, þar voru búrkur, lambhúshettur og úlvaldar allt saman vafasöm fyrirbæri. Mótórhjól, haglabyssa og skeiðarhnífur, allt þetta má finna á Egilsstöðum. Það er spurning hvort það er ekki fyrir löngu orðið tímabært að vopna lögregluna, svo hún geti sinnt störfum sínum í borginni með sóma við að verja alþingi fyrir eggjakasti og innheimtumenn bankanna við hundsa hæstaréttadóma.
![]() |
Egilsstaðir næstir á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)