Norðurhjarinn.

IMG 0707

Þau hafa verið þrálát norðurhjara élin hérna á 69°N undanfarna daga jafnvel alveg frá því í janúar. Þetta þarf ekki að vera svo slæmt veður fyrir þá sem hafa skýjaskoðun að áhugamáli því þó snjórinn sé hvítur og élin grá, þá má í dekksta lagi greina í gegnum sortann að tilveran er blá.

Í dag ætla ég að reyna að drepa tímann á þessum lengsta föstudegi ársins með því að góna í éljabakkann mér til andagiftar, jafnframt því að gefa innsýn í þær furðumyndir sem ég hef greint í gegnum élin hérna á 69°N og gert tilraun til að klína á striga.  Til samanburðar eru tvær myndir frá því í fyrra sumar sem gefa til kynna muninn á vetri og sumri norðurhjarans.

Setjið bendilinn yfir mynd og smellið til að fá möguleika á að stækka.

     

Kilbotn               Evenskjer               Mørketid (skammdegi)

Vintersol (vetrarsól)               Snebyger (snjóél)               Hagl

Vogsfjorden               Stangnes               Trondenes

Óvænt barst mér gúru andans á youtube sem á vel við þessa páska sem eru þeir fyrstu sem ég dvel algerlega einn og sér með sjálfum mér í mínum blues.  Hann ætlar að setja nokkur púsl í heildarmyndina með nokkrum vel völdum orðum.


Bloggfærslur 6. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband