Gregg Braden.

IMGP6146 

Vísindamaðurinn, rithöfundurinn og fyrirlesarinn  Gregg Braden er þekktur fyrir að brúa bil vísinda og andlegra efna til samhengis við raunveruleikann.  Hann hefur átt farsælan feril sem jarðfræðingur hjá Phillips Petroleum, starfað sem yfirmaður tölvukerfa við Martin Marietta Defense Systems og verið  tæknilegur framkvæmdastjóri fyrir Cisco Systems.

Í meira en 25 ár, hefur Gregg leitað uppi og rannsakað forna texta sem geymdir eru á fáförnum stöðum s.s. í klaustrum, eins rúnir fornra mannvirkja til að afhjúpa tímalaus leyndarmál þeirra. Verkum hans hafa m.a. verið gerð skil á History Channel, Discovery Channel, National Geographic og ABC.

Hingað til hafa uppgötvanir Gregg leiddi til þess að hann hefur skrifað bækur á við God Code, The Divine Matrix, Fractal Time, og  þá nýjustu, Deep Truth.  Bækur þessar upptendra minningar um uppruna okkar, sögu og örlög.  Í dag, hafa verk hans verið gefin út á 19 tungumálum í 38 löndum, sem sýna okkur umfram allan vafa að lykillinn að framtíð okkar liggur í visku fortíðarinnar.

Gregg Braden fer yfir það í þessum fyrirlestri hér fyrir neðan á hve einstökum tímum við lifum.  Tímar sem fornir menningarheimar voru búnir að sjá fyrir og hefðu viljað gefa mikið fyrir að lifa.  Tímans hjól eru að hefja nýjan hring sá fyrri er á enda runninn eftir þúsundir ára þann 21.12.2012.  Það merkilega er að saga okkar samkvæmt ritúalinu nær aðeins yfir lítinn hluta þess tímahrings sem er að enda.

Möguleikar mankins á þessum tímamótum virðast vera magnaðir.  Einnig fer Bradd yfir það hvernig heimurinn er að breytst fyrir framan nefið á okkur án þess að því sé veitt eftirtekt en á meðan er fólki haldið uppteknu af heimsmynd Darwins í gegnum fjölmiðla og menntastofnanir með ímyndinni um það að þeir hæfustu komist af þegar reyndin er sú að markaðslögmál samkeppninnar eru að hrynja alt um kring og úlfúðin komin á það stig að eira engu, allra sýst þeim hæfustu.

Nútíma vísindi eru u.þ.b. 300 ára gömul og hafa markvisst útilokað fleiri þúsund ára þekkingu.  Þeir vísindamenn eða kennarar sem reyna að flétta andans málum inn í  rannsóknir sínar eða námsefni er umsviflaust útlokaðir í fjölmiðlum og fræðimannsamfélagi við að koma þeirri þekkingu til skila. Með því hafa vísindin sett sig á stall með sömu trúarbrögðum og ástunduðu galdrabrennur.

Þó nútíma vísindin hafa t.d. fært okkur netið og snjallsímann, hafa þau ekki getað komið með það á sannfærandi hátt hver við erum, hvaðan við komum og hvert við stefnum.  Þessi grundvallar atriði hafa þau hulið móðu og það sem þó er gefið uppi samkvæmt tilviljanakenndri þróunarkenningu stenst enga skoðun.  Það muni heldur ekki verða í stóru fjölmiðlunum eða skólunum sem upplýst verður um hin sönnu vísindi um það hvernig tilveran snýst, það mun hver maður finna í hjarta sínu.

Fyrir sérvitringum eins og mér sem slökkt hefur á sjónvarpinu og útvarpi var það að rekast á vísindi Bradens ekki svo framandi, en á hans áhugaverðu sjónarmið rakst ég á alheimsnetinu fyrir nokkrum árum.  Með því að setja vísindi Bradens við upplifanir eigin lífs finn ég hvernig hann hefur rétt fyrir sér um það hvernig allt tengist.  Hvernig lögmál alheimsins og taktur náttúrunnar eru allt um kring.  Ég hef lengi haft grun um að þessi taktur hafi verið menntaður frá fólki og falinn í fjölmiðlum.  Þeim fari fækkandi sem hann finna og stundum hefur mér dottið í hug að bændur og sjómenn sem lifa með náttúrunni þekki lögmál hans best. 

Síðasta laugardagsmorgunn þegar ég opnaði útidyrnar til að taka sólarhæðina var refur við dyrapallinn þetta var það snemma morguns að umferðin um aðal umferðaræð Harstad, sem liggur um hlaðið hjá mér var ekki byrjuð.  Ég hafði mætt rebba áður á kvöldgöngu við verslunarmiðstöðina hinu megin við götuna, þá forðaði hann sér í snatri.  En nú horfðumst við í augu um stund áður en hann skokkaði í burtu og stoppaði svo við rekkverk bílaplansins til að athuga hvað ég hefði að segja, ég spurði hann hvað ert þú að gera hér Mikki refur.

Þegar leið á morguninn fór ég í minn vanalega göngutúr í uppáhalds víkina, settist þar sem sólin merlaði sjóinn í þarabreiðunni.  Úti fyrir spegilsléttri víkinni blés kaldur vindur haustsins og fyrsti snjórinn hafði gert fjallatoppana við Vogsfjörðinn hvíta.  Það leið ekki á löngu þar til máfur kom kjagandi yfir klett sem stóð upp úr þara breiðunni.  Mér datt augnablik í hug að hann hefði ekki tekið eftir mér og spurði "hvað ert þú að gera hér Jónatan Livingston mávur".   Hann gramsaði í þaranum synti svo spölkorn út á víkina flaug svo nokkra metra og settist akkúrat þar sem sólin merlaði sjóinn í andlitið á mér í smá rjóðri í þaranum.  Síðan labbaði hann í áttina til mín; hvað skildi hann ætla langt hugsaði ég, hann stoppaði svona meter frá mér.  Þarna sátum við saman um stund og létum sólina verma okkur bæði af himni og með endurkasti merlandi sjávar.

Ég fór í vasann til að ná í myndavélina og þóttist ætla að rétta honum, hélt kannski að þetta væri brauð mávur úr bænum.  Hann hafði engan áhuga á því sem ég rétti svo ég gat tekið myndir af honum að vild það eina sem hann var svolítið óöruggur yfir voru rafmagns hljóðin í linsu myndavélarinnar.  Hann kom sér svo betur fyrir upp á steini til að taka sólarhæðina, gaf frá sér hljóð í kveðju skini og flaug út yfir spegilslétta víkina kom svo til baka yfir höfðinu á mér kominn nógu hátt til að hafa vindinn í vængina.

Mér hefði ekki þótt þessi morgunn merkilegur og hefði sennilega túlkað sem tilviljanir, að hafa bæði talað við Mikka ref og Jónatan Livingston máv fyrir hádegi ef ekki hefði komið til samtal, sem ég átti við bókara fyrirtækisins sem ég vinn hjá, daginn áður. 

"Hvað gerir þú eginlega um helgar Magnús spurði bókarinn;" - ég sagðist ekki eiga í vandræðum með helgarnar ég fengi mér gönguferðir.  "Já svo þú ert þá væntanlega búin að fara á flesta fjalltoppa hérna í nágreninu til að skoða náttúruna". - Nei, ég finn styðstu leiðina niður í fjöru og sit þar á stein og bíð eftir að náttúran komi til mín, með því móti hef ég náð að tala við elg, otur, ref, fugla og ófáa ketti". 

Ég fór ekki út í að reyna skíra það fyrir honum, eftir að ég sá undrunarsvipinn yfir sumum dýrunum sem ég hefði talað við í innanbæjarumferðinni, að eins hefði ég prufað að sitja tímunum saman og telja taktinn í hafinu á meðan flæddi að milli fjöru og flóðs.  Það merkilega væri að takturinn væri sá sami og ég hefði lesið í gamalli frásögn drengs sem hafði haft tíma í að telja þennan takt. 

En nú er ég kominn út um víða völl en ætla að mæla með þessum stórskemmtileg fyrirlestri Gregg Bradens þó svo að hann fari í stóra hringi sem ekki er auðvelt að sjá fyrir endann á um tíma er það svipað og á nótaveiðum, það er þeim meira í nótinni þegar hún snurpuð saman.

 


Bloggfærslur 11. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband