6.6.2013 | 19:04
Norðurhjarinn
Nú er sumarið komið á norðurhjaranum. Hérna á 69°N hefur sólin hnitað himininn sólahringum saman og daghitinn verið 15-25°C síðastliðnar þrjár vikurnar. Þá er tilvalið að nota kvöldin til að rölta niður í fjöru og fylgjast með fuglunum.
Í kvöld sá ég fyrstu kollu ungana sem minnti mig á þegar morgnarnir voru teknir snemma í denn til að fylgjast með undrum norðurhjarasumarsins við Hamarsfjörðinn.
Dægurmál | Breytt 27.2.2019 kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)