4.7.2019 | 19:25
Lögfræðilegir loftfimleikar
Það er sniðugt af Umhverfisstofnun ríkisins að sekta gjaldþrota kompaní um 3.798.631.250 kr vegna aflátsbréfa ímyndaðs loftslags.
En hver ætli rökstuðningurinn sé fyrir 3.798.631.250 kr sekt á gjaldþrota WOW.
Þú færð þessa risastóru sekt ef þú stendur ekki skil á þínum heimildum, segir Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, við mbl.is.
Það er mjög afgerandi stefna tekin hjá Evrópusambandinu í þessum málum. Menn ákveða að leggja svona rosalega háa sekt á það ef félög brjóta reglurnar sem allir þurfa að vinna eftir, segir Elva.
Hvað ætli margir lögfræðingar nái svo að mata krókinn á kostnað íslenskra skattgreiðenda á svona loftfimleikum?
Og ætli viðurlögin verði kolefnisfríar galdrabrennur ef ekki tekst að innheimta 3.798.631.250 kr sektina?
![]() |
Losunarheimildir mun ódýrari en sektin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)