31.3.2021 | 19:22
Hvað gerir Cocoa Puffs kynslóðin nú ?
Varla verður þetta talið til Lucky Charms fyrir ESB, -eða hvað?
Skyldi hún kannski fara fram á að EES samningurinn verði tekinn upp, -eða jafnvel sagt upp?
Mér segir svo hugur að ekkert verði aðhafist. Coco Puffs kynslóðin er nefnilega sú kynslóð Íslandssögunnar sem hefur gengið hvað lengst í að afsala sér fullveldi og yfirráðarétti yfir sjálfri sér.
![]() |
Cocoa Puffs og Lucky Charms af íslenskum markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2021 | 19:19
Er markmiðið að rýma til á hjúkrunarheimilum ?
AstraZeneca hefur verið eitt umdeildasta bóluefnið við kóvítinu. Upphaflega þótti það ekki veita nægilega vörn, þannig að rétt þótti að hlífa eldra fólki við því görótta glundri.
Fram kom á upplýsingafundi almannavarna (4. febrúar samkvæmt mbl) að bóluefni frá AstraZeneca yrði eingöngu fyrir fólk sem er yngra en 65 ára.
Von væri á 14 þúsund skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca innan skamms. Einnig kom fram hjá sóttvarnalækni að um 74 þúsund skammtar bærust fyrir mánaðamótin mars-apríl. Þá kom fram að fólk muni ekki geta valið sér bóluefni.
Eftir að hafa stöðvað bólusetningu vegna aukaverkana, s.s. gruns um blóðtappa hjá yngra fólki, hefur nú verið ákveðið að 70 ára og eldri verði bólusett með AstraZeneca birgðunum sem ríkisstjórnin festi kaup á, -er nema von að spurt sé; er markmiðið að rýma til á hjúkrunarheimilunum?
![]() |
Lyfjastofnun Evrópu ósammála íslenskum yfirvöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)