Hvað gerir Cocoa Puffs kynslóðin nú ?

Varla verður þetta talið til Lucky Charms fyrir ESB, -eða hvað?

Skyldi hún kannski fara fram á að EES samningurinn verði tekinn upp, -eða jafnvel sagt upp?

Mér segir svo hugur að ekkert verði aðhafist. Coco Puffs kynslóðin er nefnilega sú kynslóð Íslandssögunnar sem hefur gengið hvað lengst í að afsala sér fullveldi og yfirráðarétti yfir sjálfri sér.


mbl.is Cocoa Puffs og Lucky Charms af íslenskum markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Nú er bara að bíða þess, - að "rétta" litarefnið verði sett í allt tóbak, svo hægt verði að banna innflutning á því.

Þetta er orðið eins og á gosstöðvunum vs skíðasvæðum, - af því bara rökin og allir verða að bukka sig og beygja fyrir gáfumannagenginu.

Vá maður minn hvað við búum í sjúku samfélagi þjóða, vaðandi í fyrirhyggju sem engum tilgangi þjónar.

Benedikt V. Warén, 1.4.2021 kl. 08:58

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já sæll Pelli og takk fyrir athugasemdina. Mikið er ég sammála, og fyrirhyggjan birtist í ýmsum myndum.

Spurning hvort það er boðið grímulaust upp á Cocoa Puffs við togbraut almannavarna á gosstöðvunum.

Magnús Sigurðsson, 1.4.2021 kl. 09:21

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessi litarefnaumræða er algjör brandari. M&M var einu sinni bannað á Íslandi (utan fríhafnarinnar) vegna litarefna. Season All kryddið var aflífað þótt litarefni þess sé það sama og í raspi og Mexíkóosti Mjólkursamsölunnar. Þetta eru svokallaðar tæknilegar viðskiptahindranir.

Geir Ágústsson, 1.4.2021 kl. 12:36

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Geir og nú er Evrópusambandið búið að flokka sjálft sig að mestu með litakóða. Spurning hvernig eldgos kemur út í því sambandi.

Mér sýnist samt innlend sóttvarnayfirvöld eitthvað heykjast á eldfjallarauðu en það er spurning hvað sambandið gerir svo í málinu.

Kannski fer eins fyrir Geldingadala gosinu eins og Cocoa Puffs-inu.

Magnús Sigurðsson, 1.4.2021 kl. 13:48

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Geir.

Þetta eru tæknilegar ástæður þess, að sjálfumglaðir kerfisfávitar geti haft óbærileg áhrif og "vit" fyrir sauðheimskum almúganum. 

Benedikt V. Warén, 1.4.2021 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband