27.9.2021 | 19:52
Hefðbundið klúður - eða lögbrot?
Það fer ekki hjá því að maður spyrji sig hvað hafi farið úrskeiðis á milli eyrnanna á þeim sem sjá um að telja kjörseðla, gefa í framhaldinu út lokatölur og úrslit kosninga. Skilja síðan kjörseðla eftir óinnsiglaða í sal á hóteli, jafnvel þó svo að hann hafi verið læstur, á meðan farið er heim að sofa.
Að loknum svefni er síðan komið saman aftur og endurtalið, -gefin út ný úrslit. Afleiðingarnar eru að tiltrú almennings og frambjóðenda á framkvæmd lýðræðislegra kosninga á Íslandi er fokin út í veður og vind, -kannski ekki að ástæðulausu.
En spurningin er fyrst og fremst sú; hvernig kom það til að það var endurtalið í NV kjördæmi eftir að úrslit voru kynnt úr því að engin fór í upphafi fram á það, -og hvernig gat það gerst að framkvæmdin er orðin með þeim hætti sem nú hefur opinberast?
![]() |
Vill að endurtalið verði á landinu öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)