Ótroðin slóð

Þó ég hafi tapað fleiri orrustum í gegnum tíðina en tölu verður á komið þá hef ég ekki enn tapað stríðinu stóra. Þó að stríðsreksturinn hafi kostað að ég sé kominn það langt upp í afdalinn að síðasti bærinn sé horfinn og einungis sjáist í heiðið blátt, -þá trúi ég á sigur.

Í heiðríkju barnsálarinnar veit ég að tveir plús tveir þurfi ekki að vera fjórir frekar en mér sýnist. Sú útkoma er samkomulag breyskra manna, rétt eins og verðtryggðir tíu, -óraunverulegri en alda sem rísa á grunnsævi áður en hún brotnar í grýttri fjöru.

Sigurinn er og verður meistarans, "Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?" -rétt eins og genginn suðafjárbóndi veit ég að hvorki gagnast aurar né dýr skítadreifari á meðal fugla himinsins.

 


Bloggfærslur 25. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband