I told you so

er einhver ömurlegasta orðræða sem hægt er að viðhafa. Þess vegna ætla ég ekki að hafa fleiri orð um þá vexti sem fara með himinskautum úr Svörtuloftum, enda hef ég undanfarið ár svo oft komið inn á þá græðgi og illsku sem þeir eru af sprottnir. Heldur ætla ég að endurtaka tvær sögur úr sveitinni.

Þessar sögur voru sagðar hér á síðunni fyrir tæpum tveimur og hálfu ári þegar Why Iceland viðundrið hafði náð sér á flug á Svörtuloftum og gírað sig upp fyrir sína umbjóðendur. Pistillinn sagði frá glópum og síðan sölumanni skítadreifara í athugasemd. En sögurnar eru þessar með postullegri kveðju á milli.

"Það hefur varla farið fram hjá neinum að fasteigna og jarðaverð er í hæðstu hæðum, og fer hækkandi í vaxtaleysi bankanna. Þeir eru margir sem trúa á góðgeðastarfsemi fjármálastofnanna í þetta skiptið og telja sig hafa samning til margra ára um fasta lága vexti, en eru kannski ekki eins öruggir á smáletrinu um hversu fast vaxtaálag kjörvaxtanna sé.

Í svona árferði finnst flestum þeir vera að græða, kaupandi kaupir eign á lágum vöxtum á áður óþekktu verði, seljandi seldi sína eign á miklu hærra verði en hann keypti. Greiningadeildir segja að ekkert bendi til annars en verð haldi áfram að hækka, sem eru náttúrulega byggt á hinni heilögu hagfræði.

En þegar málið er skoðað þá eru skuldir á lífsnauðsynlegt þak yfir höfuðið einungis að hækka, og þegar fram í sækir gæti orðið sífellt erfiðara að standa í skilum með brauðstritinu, -það þurfa jú allir bæði að éta og þak yfir höfuðið. Þessa hundalógík þekkti gamli presturinn á Héraði. Þegar hann frétti af því að bújörð í hans sveit hefði selst á áður óþekktu yfirverði þá setti hann saman þessa vísu.

Glópur hitti glóp á ferð,

glópur beitti skrúfu.

Glópur keypti á geipiverð

græna hunda þúfu.

það tapa í raun allir á þeirri hundalógík, sem kölluð er hagvöxtur sem er ekki annað en skuldsett sóun. Hagvöxtur er fallegt orð, en hann er allt eins fenginn með kostnaðar hækkunum og verðbólgu, eða hverjum þeim ráðum sem mögulegt er að brúka við að auka skuldir fólks.

Það er aftur á móti verðhjöðnun sem gagnast venjulegu fólki og afkomendum þess, en hún er eitur í beinum þeirra auðróna sem með bókaldið hafa að gera.

Hvað á svo auðróninn að gera við þetta skuldsetta talnabókhald? -kannski flytja það aflands til að vera maður með mönnum meðal sinna líka?

Hvað á svo venjulegt fólk að gera við dýrara hús eftir að það þarf ekki að borga meira af lánunum? -ímyndar það sér kannski að afkomendurnir hafi svipaðar hugmyndir um hús?

Því fer kannski best á því að setja sig í spor bóna á Héraði. En hann hafði unnið dagana langa fram á gamals aldur, þegar sölumaður landbúnaðarvéla heimsótti hann og vildi selja honum nýjan og afkastamikinn skítadreifara.

Bóndinn svaraði honum því að gamli skítdreifarinn væri góðu standi og þó svo að afköstin væru minni þá myndi hann duga sinn búskap.

Sölumaðurinn grunaði að bóndinn ætti því sem næst fyrir nýja flotta skítadreifaranum, og væri þá ekki í vandræðum með að fjármagna afganginn.

Sölumaðurinn manaði því bóndann, "þú ættir nú að létta þér lífið í ellinni og kaupa nýjan skítadreifara - þú ferð hvort er eð ekki með peningana með þér til himna". -Bóndinn svaraði; "-þá ekki heldur skítadreifara"."


mbl.is Gengur illa að kæla fasteignamarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband