Skoffín og skuggabaldrar

Þegar fólk með miklu meira en milljón á mánuði, og upp í hið óendanlega, sest á rassgatið til að semja um laun þeirra sem halda samfélaginu gangandi í sveita síns andlits hvern einasta dag, ætlar þeim ekki að hafa í sig og á ásamt þaki yfir höfuðið er ekki hægt að tala um annað en skoffín og skuggabaldra. Enda þetta lið fyrir löngu hætt að geta sett sig í annarra spor. 

Það er helvíti hart ef nú á í annað sinn á þessari öld á að fórna fólkinu á altari Mammons, sem dregur vagninn, auðrónum til arðs. Unga fólkið okkar og  fólkið sem vinnur vinnuna sem þarf að vinna öðruvísi en á rassgatinu, hefur ekki hugmyndaflug til sjá hvernig  flissandi fábjánar, skoffín og skuggabaldrar vinna þegar kemur að því að hafa í sig og á ásamt þakinu yfir höfuðið.

Ég ætla að setja hér inn nokkrar línur af hinni frómu facebook sem landsbyggðarmóðir ritaði þar í síðustu viku vegna dóttur sinnar. Færslan var mun lengri og studd með myndum af skriflegum gögnum, en ég leifi mér bara að birta niðurlagið hér.

Hér má sjá lánin sem barnið mitt samþykkti að taka og greiða fyrir skitna íbúðarkompu á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ég er brjáluð.

Lán 1 kr. 27.860.000, 480 gjalddagar samtals 471.520.999

Lán 2 kr. 7.980.000, 480 gjalddagar samtals 160.961.003

Hún semsagt fær lánaðar 35.840.000 og skrifar undir það að lánið greiðist næstum 18 falt til baka eða krónur 632.482.000, semsagt 17,6 sinnum hærra en lánað var Ég þarf ekki kennslustund í verðbólgu, vöxtum, verðbótum, verðtryggingu, föstum vöxtum, að safna eigin fé og svo framvegis. Þetta er veruleikinn sem blasir við fólki í dag, ungum sem öldnum.

-Og verkalýðsforustan stein heldur kjafti, rétt eins og síðast.


mbl.is Leggja til verkbann á Eflingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband