Karlinn í tunglinu

Veðrið kom til tals á mínum vinnustað eftir landsfrægt blíðviðrið á sumardaginn fyrsta. Vitnað var í veðurfræðingana og visku þeirra, um hæð yfir Grænlandi ofl. Mér varð á orði ef veðurfræðingar væru til lengri tíma þungskýjaðir þá skildum við vera bjartsýnir, svo oft hefði þeir bjargað sumrinu á Íslandi með því að aflýsa því. Skemmst er að minnast sumarsins 2021 sem varð once on a lifetime summer eftir að veðurfræðingur aflýsti því endanlega í beinni um sumarsólstöður.

Ekki átti ég von á að verða sammála veðurfræðingum, -sem jú ljúga samkvæmt þjóðvísunni, en nú verð ég að viðurkenna að ég tek nokkuð mark á spánni. Enda hef ég tekið eftir því að veðurfræðin er farin í auknum mæli að taka mark á karlinum í tunglinu. Alla vega sýnist mér að langtíma spálíkön stóru reikniveitnanna hafi síðustu misserin sett inn sömu forsendur í spákúluna og gangur tunglsins gefur til kynna.

Á sumardaginn fyrsta kviknaði nýtt tungl í norð-austri og stórstreymi var sama dag. Þumalputtareglan segir að þá megi búast við norðlægum áttum út það tungl, með hæð yfir Grænlandi og köldu veðri. Veðurfræði karlsins í tunglinu er nokkuð fyrirsjáanleg að þessu leitinu. Nýtt maí tungl kviknar svo í suð-vestri þann 19. maí, með stórstreymi sama dag.

Annars getur veðurfræði karlsins í tunglinu verið nokkuð görótt því stórstreymi þarf ekki alltaf alveg að fylgja tunglkomu. Það er margt fleira sem getur sett twist á tunglið s.s. fullt tungl og fjarlægð frá jörðu ofl. Rithöfundurinn Árni Óla tók saman þekkingu á karlinum í tunglinu, sem var nokkuð almenn á meðan bændur höfðu hvorki veðurfræðinga né ríkisútvarpið til að segja sér hvernig veðrið yrði.

Í gegnum tíðina hef ég haft mikinn áhuga á veðurfræði karlsins í tunglinu og hef viðað að mér þeim fróðleik þegar hann rekur á fjörur mínar. Það eru ekki margir veðurglöggir menn sem vilja gefa uppi þekkingu sína á tunglinu, en þeir eru samt til, en fara dult með enda um hindurvitni að ræða. Ein handbók er þó með flest sem þarf til að ná sambandi við karlinn, en það er kerlingabókin; Almanak – Hins íslenska þjóvinafélags sem kemur út árlega.


mbl.is Veðurhorfur fyrir maí að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband