16.5.2023 | 16:23
Merci Bocú von der Leyen
Þá er stærsta hagsmunamál Íslendinga síðan EES samningurinn tók gildi komið í höfn og ekkert að vanbúnaði að samþykkja bókun 35 á alþingi. Landinn getur glaðst yfir að fá að fara til Tene án verulega íþyngjandi kolefnisskatta til ESB, en situr í þess stað uppi með flækinga og túristavaðalinn rammflæktan í innviðunum.
Gamla fraukan tók öllum dúkkulísum fram með því að taka af skarið, eftir að landinn hefur hreinlega beðið á milli vonar og ótta um að þetta mál færi á hinn skelfilegasta veg. Að sitja uppi með landráð og flissandi fábjána án þess að eiga raunhæfa möguleika að geta hvílt kvarnirnar við öldugjálfur á suðrænni strönd er hreint ekkert grín.
Já og merci bocú mbl fyrir að vera fyrst með fréttina.
![]() |
Von der Leyen: Ísland fær undanþágur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)