Merci Bocú von der Leyen

Þá er stærsta hagsmunamál Íslendinga síðan EES samningurinn tók gildi komið í höfn og ekkert að vanbúnaði að samþykkja bókun 35 á alþingi. Landinn getur glaðst yfir að fá að fara til Tene án verulega íþyngjandi kolefnisskatta til ESB, en situr í þess stað uppi með flækinga og túristavaðalinn rammflæktan í innviðunum.

Gamla fraukan tók öllum dúkkulísum fram með því að taka af skarið, eftir að landinn hefur hreinlega beðið á milli vonar og ótta um að þetta mál færi á hinn skelfilegasta veg. Að sitja uppi með landráð og flissandi fábjána án þess að eiga raunhæfa möguleika að geta hvílt kvarnirnar við öldugjálfur á suðrænni strönd er hreint ekkert grín.

Já og merci bocú mbl fyrir að vera fyrst með fréttina.


mbl.is Von der Leyen: Ísland fær undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stærsta hagsmunamál Íslands sem tengist EES-samningnum var reyndar Icesave og í því máli unnum við sigur því dæmt var samkvæmt EES-reglum.

Evrópusambandið hefur aftur á móti virt þá niðurstöðu að vettugi og haldið því statt og stöðugt fram að ríkisábyrgð sé á innstæðutryggingum þrátt fyrir afgerandi dóm um hið gagnstæða.

Sem betur fer er það skjalfest stefna Íslands að slíka ríkisábyrgð megi aldrei leiða í lög og þess vegna megi ekki heldur taka neitt slíkt upp í EES-samninginn. Mikilvægt er að kvika hvergi frá þeirri stefnu.

Af þessari ástæðu kemur ekki til greina að Ísland gangi í Evrópusambandið, því Íslendingar höfnuðu ríkisábyrgðinni í tvígang þjóðaratkvæðagreiðslum sem voru ekki "ráðgefandi" heldur bindandi. Þannig má segja að við séum löngu búin að kjósa gegn Evrópusambandsaðild, í reynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2023 kl. 17:09

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðmundur, -og þakka þér fyrir að minna á þetta.

Það er reyndar ekki mín skoðun að kolefniskvótinn sé stærsta hagsmunamál Íslands. Þær haf verið að halda þessu á lofti dúkkulísurnar okkar, allavega sú sem fer með utanríkismálin.

Auðvitað er það aumingjaskapur að afgreiða ekki þetta kolefniskjaftæði heimafyrir, og aldeilis stórmerkilegur undirlægjuháttur að láta fraukuna Ursulu færa þjóðinni þessa ölmusu.

Þetta sýnir enn betur en áður hverskona leiðtoga við eigum, sem nota bene, ætluðu okkur einnig að kokgleypa Icesave á sínum tíma.

Magnús Sigurðsson, 16.5.2023 kl. 17:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolefnismálin eru vissulega risastór líka.

Annar angi af því er fyrirhuguð förgun koltvísýrings með niðurfælingu í jarðlög. Þvílík hringavitleysa ef á að flytja inn mengun frá öðrum löndum til að jarða hana í íslenskri grundu, með tilheyrandi kolefnisfótspori skipanna sem eiga að flytja loft yfir hafið, en sjálfur vindurinn hefur hingað til gert nóg af því fyrir okkur.

Það ætti að sjálfsögðu að vera forgangsmál að farga fyrst íslenskum kolefnisútblæstri með þessum hætti fremur en innfluttum og að því frágengnu að fanga koltvísýring beint úr loftinu til förgunar frekar en að flytja hann hingað með mengandi flutningaskipum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2023 kl. 17:41

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur; ef menn vilja fara út í svo flókin kolefnisútreikning þá ætti Ísland þess vegna að vera stikk frí. Þó svo Carbfix klikkunin sé á nýsköpunarstyrkjum frá ESB má ekki má gleyma því að þegar Hjörleifshöfði verður fluttur út í sement þá er Katla búin að afgreiða kolefnissporið fyrir Evrópu og Ísland búið að leggja sitt af mörku, -eða þannig, með innflutningi á sementi er svo bæði klikkunin kolefnisporið komin í hring.

Magnús Sigurðsson, 16.5.2023 kl. 18:12

5 identicon

... bókun 35 hefur reyndar verið í gildi frálögfestingu EES. Þetta má sannreyna með að fletta bókuninni upp. - En hvaða máli skipta staðreyndir þegar hægt er að efna til góðrar þrætu?

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 16.5.2023 kl. 21:45

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er gott að heyra Einar, -þá þarf ekki að fara með þá bókun fyrir alþingi og gera alla þá stjórnmálamenn sem heltu yfir þjóðina EES dásemdinni á sínum tíma að ómerkingum.

Magnús Sigurðsson, 17.5.2023 kl. 06:06

7 identicon

Sá þessi orð á feisinu og fannst þau jafn sönn og þau eru ógnvænleg, enda er það alveg ljóst að forysta Sjálfstæðisflokksins, þingmenn og ráðherrar, eru helstu talsmenn allra íþyngandi ESB pakka, laga og reglugerða. Og núna helstu talsmenn þess að alríkislög ESB verði æðri íslenskum lögum, oligörkum og lénsherrum til heilla, en íslenskum almenningi til aukinna gjalda og skatta:

Orkupakkar, 

bókun 35, 

lög um hatursorðræðu,

flugskattur. 

Evrópusambandið er að dæla út endalausum íþýngjandi reglugerðum og er hvergi nærri hætt.   

Íslensk stjórnvöld verða að finna kjark til að hafna þessu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.5.2023 kl. 10:41

8 identicon

Magnús! Ég vil aðeins taka það fram að "gamla fraukan" sem þú kallar svo, Ursula von der Leyen, er sjö barna móðir. Geri aðrar betur.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.5.2023 kl. 11:11

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg rétt hjá Einari Hálfdánarsyni að "bókun 35" hefur verið í EES samningnum frá upphafi.  En hann nefnir það ekki að það er einungi BÓKUN en til þess að bókun hafi eitthvað gildi þarf að koma henni (bókuninni) í lagaform og upphafið að því er að leggja fram lagafrumvarp (ég tek það fram að ég er ekki löglærður en það  þarf ekki að hafa próf í lögfræði til að vita þetta).  Það hafa engin landráð  orðið fyrr en þetta ferli fór af stað og ég er afskaplega dapur yfir því Einar Hálfdánarson, að það skuli vera dóttir þín sem virðist styðja þetta ferli....

Jóhann Elíasson, 17.5.2023 kl. 11:34

10 identicon

Hárrétt athugað, Jóhann.

Og það að koma þessari bókun 35 í íslensk lög

gerir þar með íslensk lög undirsett ESB lögum.

Um þetta hefur einmitt styrinn staðið í Póllandi og Ungverjalandi.  Þar hafa menn pung, en pungleysið er áberandi hér, og ættu þó heimatökin að vera haldbetri hér á landi, á eyju út í ballarhafi, þar sem menn eitt sinn þorðu að berjast til fullveldis og til sjálfstæðis, landi og þjóð til sóma. 

Nú ríkja hér hrygg- og pungleysingjar, bleyður og vesalmenni og engir meira en í flokknum sem kennir sig við sjálfstæði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.5.2023 kl. 12:22

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nokkuð ljóst að ef þessi bókun hefði verið tekin fyrir með EES samningnum á alþingi á sínum tíma þá hefði engin EES samningur orðið.

Því texti hennar er einfaldlega þannig að þau lög sem alþingi hefur ekki hugkvæmst að framleiða á alþingi kæmu frá EB og það var EB sem breyttist í ESB með ótal viðaukum frá því að Upphaflega EES samningnum.

Auðvitað á að segja upp EES og Schengen og Ísland á að vera fyrir Íslendinga eins og stjórnarskráin kveður á um, -annað eru einfaldlega landráð.

Hörður enda segi ég að gamla fraukan taki öllum dúkkulísunum fram, sjálfsagt vön að þurfa að dextra til börn. Hins vegar eru þessar undanþágur sýnd veiði en ekki gefin og gert út á að friðþægja gullfiskaminnið. 

Magnús Sigurðsson, 17.5.2023 kl. 14:26

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega heila málið; ÞAÐ VAR EKKI SAMIÐ UM NEITT, EINUNGIS VEITTUR FRESTUR Í TVÖ ÁR.  Þetta er vel þekkt aðferðafræði hjá ESB. HVERSU LENGI ÆTLUM VIÐ AР FLJÓTA SOFANDI AР "FEIGÐARÓSI á meðan "nótin" lokast undir okkur???????????

Jóhann Elíasson, 17.5.2023 kl. 14:39

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er hræddur um það Jóhann, -að flestir landsmenn fljóti að feigðarósi með galopin augun, alveg sjónlausir á það hvað missir fullveldisins kostaði, 7-800 ár sem enduðu í hörmungum. Gullaldir þessarar þjóðar hafa verið tvær í þessu landi og báðar með fullveldi.

Og nú er svo komið að fjárplógsfólk ræður umræðunni og langt er komið með að skipta um þjóð í landinu. Mikið af nýju þjóðinni þekkir ekkert annað en júníonið og svo að búa við velmegnum á Íslandi, en það tvennt á enga samleið eins og sagan sannar.

Þetta þekkjum við sem aldir eru upp á Íslandssögunni. Erlend öfl hafa aldrei ná völdum á Íslandi öðruvísi en með landráðum innanlands.

Magnús Sigurðsson, 17.5.2023 kl. 15:24

14 identicon

Heyr, heyr! 

Þar orðar þú kjarna málsins, Magnús:

Erlend öfl hafa aldrei náð völdum á Íslandi öðruvísi en með landráðum innanlands.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.5.2023 kl. 16:10

15 Smámynd: Grímur Kjartansson

Talandi um kolefnisspora sýndarmennsku

"For­stjóri Skelj­ungs seg­ir nýju bens­ín­blönd­una vera risa­skref í um­hverf­is­mál­um"

og eins og vant er með fréttamenn þá er hann ekki beðinn um neinar frekari útskýringar á þeim reiknikúnstum - en vitað er að bílar þurfa fleiri líta af "nýja" bensíninu til að komast sömu vegalegnd

Grímur Kjartansson, 17.5.2023 kl. 21:22

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er má segja sem svo Grímur, -að tvískinnungurinn við kolefnisspora sýndarmennskuna sé ekki einhlýtur.

Ofan á þetta sem þú nefnir með bílabensínið þá er farið að selja adblue íblöndun í dísel sem á að vera umhverfisvænt.

Allt er þetta til að auka sölu og er í reynd ekkert annað en mengun, -aukin sóun. Kolefnisklikkunin ríður ekki við einteyming.

Og eins og þú bendir á étur rétttrúnaðar upplýsingaóreiðan óþverrann hráan.

Magnús Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 04:35

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og enn kemur EKKI allur sannleikurinn í ljós, varðandi þetta "íblöndunarefni" í bensínið til að gera það umhverfisvænna.  Það er þannig að bifreiðar eldri en árgerð 2010 verða fyrir skemmdum, þetta efni í meira en 5% blanda í bensíninu (eins og það er í dag) veldur tæringu í bensínveginum og ég tala nú ekki um þegar það verður 10% eins og stendur til.  Svo er annað mál; VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA EFNI ER "UMHVERFISVÆNT" BER ÞAÐ EKKI UMVERFISGJÖLD.  ÞÁ VAKNAR SPURNINGIN: LÆKKAR BENSÍNIÐ Í VERÐI VIÐ ÞESSA BREYTINGU?????????

Jóhann Elíasson, 18.5.2023 kl. 07:53

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta kemur mér ekki á óvart Jóhann, -allt á sömu bókina lagt, koma gömlum bílum í fullkomnu lagi á haugana svo hægt sé að selja nýja.

Eins hef ég tekið eftir því að adblue díselbílarnir á mínum vinnustað eru vandræða bílar.

Sjálfur er ég með 20 ára bíl í vinnunni og annar heimilisbíllinn, gamli góði Cherokee, er frá síðustu öld.

Ég kem til með að þverskallast fram í rauðan dauðann cool

Magnús Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband