Beðið eftir fíflunum

Það er kominn miður maí og ég les enn þungbrýnd skammdegis ljóð. Steypa síðustu daga segir til sín í morgunnsárið, brjóstverkur, bjúgur og svefnleysi. Síðuhafi fór af stað með þau frómu áform að blogga um eitthvað lítilræði daglega fyrir tveim vikum síðan, bara einhverjar litlar áminningar svona svipað og dagbók. Þetta fór í vaskinn eftir fjóra daga og endaði í tómri steypu á stangli þar sem góð áform voru hræð saman við langlokur og skæting.

Þriðja daginn í steypu, þegar við félagarnir stóðum á sliskju utan á svölum skammt fá grafarbakkanum bíðandi eftir steypusílói og ég rífandi kjaft á tærri íslensku, horfði Dan -rúmenskur vinnufélagi íbygginn á mig og sagði á lýtalausri ensku; -nú er ég búin að fatta hvað þú ætlar þér Maggi, þú ætlar að láta Trausta taka við keflinu svo þú getir hætt.

Trausti er tvítugur gullmoli í steypaunni, Dan er 36 ára málaliði sem dregur vagninn í byggingariðnaði á Íslandi. Vinnufélagahópurinn samanstendur, sem betur fer af vöskum ungum mönnum víða að, þó svo eitt og eitt gamalmenni þvælist innan um, og er  heiður fyrir gamlan jálk að fá að starfa með ungum og frískum mönnum, þó heilsan leyfi varla hálfan dag.

Matthildur mín spurði mig svo fyrir nokkrum dögum hvort ekki væri rétt að kíkja á starfslokanámskeiði, fólk gerði það stundum á okkar aldri og það væri einmitt verið að auglýsa eitt í Dagskránni. Ég sagðist ekki gera neitt í því, enda ekki nema rétt að verða 63. ára, en hún gæti gert það sem henni sýndist. Matthildur mín hafði svo sitt fram, og eftir steypu gærdagsins fórum við á þetta fjandans námskeið.

Á þessum árstíma er ég vanalega farin að tína fífla, njóla, hundasúrur og hvönn til að halda heilsunni. Fíflar eru t.d. vatnslosandi og vinna vel á bjúg, njólann nota ég í súpu, hundasúrurnar í salat og hvönnin gefur kraft. Þetta fóður hefur endurnýjað heilsuna að vorlagi undanfarin ár, en ég er með skaddað hjarta, þess vegna orkulaus. Bjúgur og brjóstvekur er því fljótur að láta á sér kræla við áreynslu þrátt fyrir viðvarandi sprengitöfluát.

Það má segja að undanfarna daga hafi allt gengið meira og minna úr skorðu, steypurnar verið fleiri og erfiðari en ég bjóst við, bloggin andlausari og Matthildur mín hætt að hafa trú á mér og ég beðið of lengi eftir fíflunum sem eru reyndar fyrir nokkrum dögum orðnir ætir. Vonandi hef ég mig í það í dag, -uppstigningardag, að verða mér út um andlegt heilsufóður við niðinn í Eyvindaránni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki get ég tekið undir það að bloggin séu andlaus, þau eru í það minnsta andleg næring fyrir mig og ég veit að það eru fleiri í þeim hóp.  Og ég neita að trúa því að Matthildur þín hafi ekki trú á þér.  Það kemur fyrir alla að eiga slæma daga, maður reynir eftir besta mætti að hrista þá af sér.  Ég vona Magnús að hlutirnir fari virkilega að ganga og nú þegar bjart verður orðið allan sólarhringinn verði veröldin bjartari og betri........

Jóhann Elíasson, 18.5.2023 kl. 08:10

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir athugasemdina Jóhann, -ég dreif mig eftir að hafa sett pistilinn í loftið niður á nes og fann þennan fína njóla innan um fífla og hundasúrur.

Týndi mér alslags hollustu í poka og var mun fljótar að verða mér úti um í matinn en fara í Bónus.

Bónusinn var að þrestirnir sungu, álftirnar kvökuðu og spónn vall fyrir mig á meðan hrossagaukurinn lét til sín heyra með sínum þiðranda.

Ég verð góður þegar líður á daginn.smile

Magnús Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 08:32

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég vitna í þig í fyrirsögn á nýjum pistli eftir mig Magnús. Þú ert einn af albeztu bloggurunum hérna. Margt það bezta komið frá þér og vitnað í þig, frábærir pistlar í gegnum árin.

En þegar hið mikla vald ESB heimsækir landið verður manni orðs vant. Ég til dæmis birti nýlegt ljóð, og vildi ekki tjá mig um leiðtogafundinn fyrren hann yrði afstaðinn og fréttir komnar um hann.

Oft er rétt að reyna að taka ekki afstöðu, og hugsa um heilsuna, þannig var afi. Þegar liðið sem á að bera ábyrgð flissar, hvað getum við smælingjarnir þá gert?

En bloggin þín eru góð og ekki andlaus. Ég vildi að ég hefði kunnað betri skil á blómum í umhverfinu hjá afa og ömmu. Amma kunni að sjóða margt úr þeim.

Ingólfur Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 11:08

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir með Jóhanni og Ingólfi.

En maður getur átt mismunandi daga og þá er um að gera

að reyna finna sér eitthvað að gera sem léttir lundina og heilsuna.

Hins vegar getur þú fundið fullt af fíflum á alþingi allt árið

um kring, en reyndar algjörlega óhæfir til neyslum og stórhættulegir

að umgangast vilji maður halda heilsu og góðu geði..coolcoolcool

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.5.2023 kl. 11:17

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hundarnir mínir - eða öldungurinn sem enn er hérnamegin þokunnar - elska að japla á fíflum. Á þessum árstíma og fram í júní eru gönguferðirnar með hundinn mest á milli fíflatótla. Svo stend ég og horfi ýmist á hundinn japla á fíflum eða til himins frómur á svip.

Hef hugleitt að setja þetta í grænmetissúpuna sem ég elda reglulega. Þá elda ég fimm lítra af súpu, set áfganginn í fjórar krukkur, svo súpan endist mér í fimm daga. Það besta sem ég hef gert fyrir heilsuna; en ég byrjaði á þessu skömmu fyrir jól.

En hvað á ég þá að setja í súpuna, hausana, stilkina eða blöðn/kálið?

Guðjón E. Hreinberg, 18.5.2023 kl. 12:25

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdirnar félagar.

Ég tók eftir því í morgunn Ingólfur, -að þú minntist á flissið í pistlinum þínum, kannski er það það sem þú notar í fyrirsögn. Ég les alltaf pistlana þína og er alveg sammála þér í þeim síðasta. Eins með þessa fábjána samkomu að það er varla eyðandi orðum á hana svo sorgleg er hún. Mér finnst Hallur Hallsson komast vel með að skýra í orðum í sínum síðasta pistli sem ég las líka í morgunn, hvers vegna manni flökrar.

Þakka þér fyrri Sigurður, -já þéri geta verið misjafnir dagarnir og sennilega er það bara eðlilegt þegar líkaminn er farin að kvarta á þessum aldri en mikið langar manni alltaf til að vera ungur og ferskur á vorin. Það er ábyggilega 100% rétt hjá þér að Íslendingar ættu að passa sig á fíflunum á alþingi, þar er bruggaður eitur mjöður.

Þessu trúi ég vel Guðjón, -hundurinn þinn veit nákvæmlega hvað honum vantar eftir veturinn og það er hárrétt hjá honum að fíflarnir eru hvað kröftugastir fram í júní og reyndar allur villigróður, enda var njóli kallaður fardagakál.

Fífla má víst éta á allan hátt, það er að segja þennan klassíska túnfífil, og það er bara að prófa sig áfram. Ég ét grænublöðin, sem kölluð eru hrafnablaðka í salati ásamt njóla og hundasúrum með túnfiski eða eggjum. Ábyggilega má setja þau út í grænmetissúpu. En þar er uppistaðan njóli á þessum árstíma hjá mér.  

Ég er búin að prófa þetta mataræði á vorin í 5 ár og það svínvirkar á heilsuna.

Ef einhver hefur áhuga á að prófa þá er hér uppskriftir að galdrinum.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2217458/

Magnús Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 13:32

7 identicon

Sæll Magnús.

Nú mun vera í smíðum hjá Evrópusambandinu ný reglugerð sem
snýr að því að gera Biblíuna skiljanlegri ungviðinu
og allt furðuverkið um helgisiðahald á kirkjuárinu.

Þeir sem rýnt hafa í próförkina sjá þar margt nýstárlegt,
t.d. var Pétur svo trúgjarn að einhver lærisveinninn mun hafa
sjálfur galað þrisvar og hvað uppstigninguna varðar þá er
einmitt Pétur sem segir þessa setningu: Hann gufaðist bara upp!
Þarna er um að ræða vísun sem svo er er kölluð því
Dýrin í Hálsaskógi munu vera fyrirmyndin.
Þeir reyktu síðan nokkrar jónur til að jafna sig eftir þetta hástökk.

Evrópusambandsfíflin láta ekki að sér hæða!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.5.2023 kl. 01:54

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta kemur mér ekki á óvart Húsari, -þjóðkirkjan sýndi á sína nýju útgáfu um árið þegar hún setti konubrjóst á Krist.

Ég lenti í fermingarmessu þar sem var glærusýning um þessa sjálfsögðu kynskiptingu í anda transhúmanismans, kunni ekki við að ganga út fermingabarnsins vegna.

Presturinn sem stóð fyrir fræðslunni er ekki lengur starfandi í sömu sókn vegna þess að hann fékk nokkru síðar stöðuhækkun hjá biskupsstofu.

Það mun sennilega ganga greitt að snara hinni helgu bók Evrópusambandsins yfir á íslensku miðað við stemminguna, en ég ætla að eiga mína gömlu.

Magnús Sigurðsson, 19.5.2023 kl. 05:33

9 identicon

Sæll Magnús.

Þakka þér fyrir svarið.

Ég ætla að gera slíkt hið sama, halda mig við það
sem enn stendur nokkurn veginn óbrjálað.

Mikill munur er á þýðingu Biblíunnar 2007 í samanburði
við þýðinguna 1981. Sumt er til bóta en annað lakara.

Fæstir virðast gera sér grein fyrir hversu víðtækar breytingar
voru gerðar 2007. Fróðlegt væri að sjá þær breytingar
saman komnar á einum stað.

Merkilegast finnst mér að trúfélög virðast styðjast við þýðinguna frá 2007.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.5.2023 kl. 12:13

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef ekki séð 2007 útgáfuna. Mín útgáfa er 1981 og svo á ég aðra frá 1944. Það er vissulega sagt mismunandi frá ýmsu eftir útgáfum.

Mér kom t.d. á óvart þegar vitnað var til Biblíunnar með, að sá væri bölvaður sem mígi upp við vegg, því það er hvergi á það minnst í 1981 útgáfunni minni.

En þar er samt sem áður um Biblíu tilvitnun að ræða.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2241047/

Magnús Sigurðsson, 19.5.2023 kl. 14:02

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Má ég upplýsa að búið er að talsetja Biblíuna með Nýjatestamentinu,Þar sem afburða lesarar eins og leikararnir,Arnar Jónsson og Gói leggja til raddir sínar.Verð að bæta við að konur eru líka í hópi lesara,þótt minn galtómi haus muni ekki nöfn þeirra. Já ég kann líka að meta pistlana þína.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2023 kl. 16:09

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir þessa ábendingu Helga.

Magnús Sigurðsson, 19.5.2023 kl. 17:21

13 identicon

Sæll Magnús

Sé í fréttum að nú sé blíðskaparveður á Egilsstöðum og bæjunum þar um kring, og því ekki amalegt að huga að gróðri jarðar, til mettunar maga og upplyftingar andans.  Og vart er það seinna að vænna, því aldrei er að vita hvenær forræðishyggja ríkisvaldsins tekur yfir með innfluttum lagapökkum og reglugerðum hvað til hressingar heyri og hvað megi og hvað megi ekki.

Megi hinn villti gróður jarðar hressa þig á allan hátt, hvort heldur til líkama, anda eða sálar heyri.  Og fegurð Héraðsins og þinghánna.

Takk fyrir upplífgandi og skemmtilegan pistilinn.   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.5.2023 kl. 18:49

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir Pétur Örn, -ég hafði mig í hollustuna í gær og rétt eins og áður þá virkaði hún vel ólíkt betur en innfluttar reglugerðir ríkisins.

Svo tók ég mér bók í hönd í gærkveldi og las Renaissanse og er ekki frá því að ég hafi liðið útaf rétt eins og barn undir blæhimni þegar ég sveif inn í svefninn.

Síðan steyptum við strákarnir eins og englar í Héraðssólinni í dag, þakplötu yfir fimm íbúðir á grafarbakkanum.

Já það má segja að blessuð blíðan hafi leikið um sál og sinni í dag og gert fíflunum gott.

Magnús Sigurðsson, 19.5.2023 kl. 20:38

15 identicon

Sæll Magnús.

Þar sem vináttan skipar æðstan sess
þá leggja menn eyru við því sem af
viti og skynsemi er sett fram og þeim mun
frekar sem það líkist frekar bæn þeirra
sem næstir standa; betri helmingur þess
sem best getur orðið.

Orð í tíma talað, er sem gullepli með silfurverki.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.5.2023 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband