8.6.2023 | 16:12
Landráðaliðið
Landsmenn fljóta nú að feigðarósi með augun, vatnsblá glær og galtóm límd við snjall skjáinn. Sjónlausir á það hvað missir fullveldis kostaði í 7-800 ár með öllum sínum hörmungum. Gullaldir þessarar þjóðar hafa verið tvær í þessu landi og báðar með fullveldi.
Og nú er svo komið að fjárplógsfólk ræður allri umræðu og er langt komið með að skipta um þjóð í landinu. Mikið af nýju þjóðinni þekkir ekkert annað en júníonið og svo að búa við velmegnum á Íslandi, en það tvennt á enga samleið eins og sagan sannar.
Þetta vita þeir sem aldir eru upp á Íslandssögunni og eru færir um að halda henni til haga, en ekki bara því sem við blasir hverju sinni á skjánum. Erlend öfl hafa aldrei náð völdum á Íslandi öðruvísi en með landráðum innanlands.
Stjórnvöld sem byggja allt sitt á fölskum forsendum, lygum og blekkingum, eru verri en engin. En alltaf virðist vera hægt að sannfæra almenning um að á því sé eitthvað að græða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)