Heillin mín

Mér finnst að ég hafi talað tæpitungulaust hér á síðunni undanfarið, þó svo að ég hafi hvorki flokkað það hægri né vinstri.

Mér leiðist heldur að flokka fólk, og forðast að nefna nöfn þegar ég fer með skæting, þó svo kannski megi skilja við hvað og hverja er átt.

Flokkspólitíkin er ónýt á landinu bláa. Skoðanir fólks koma nú úr þeirri tunnu sem hæðst glymur rétttrúnaðar síbyljunni.

Heilindi og þjóðerniskennd hefur alltaf verið eitthvað jákvætt í mínum huga, en á samt ekkert skylt við þá þjóðernisverkfræði sem fór hamförum í Evrópu á síðustu öld.

Þar var andhverfu þjóðerniskenndar beitt með blekkingum, enda vita það allir sem sjá nefi sínu lengra að það voru ekki nasistar sem töpuðu stríðinu, heldur þjóðverjar.

ESB og þar með EES fjórfrelsis þjóðhelsis samningurinn er afsprengi hugmyndafræði nasismans, -Þjóðernisverkfræði sem kemur óorði á þjóðerniskennd og gömul gildi.

Nasistar komu einnig óorði á heilindi, -meir að segja á orðið heill með kveðju sinni.

Ár var alda

Frá órofa alda

Að ferðast um tímann

er líkt bylgju sem brotnar

við brimsorfna strönd

Við aldanna nið

verður hugurinn heill

og samsamar sig briminu

í samfellu tímans

Vertu því heill,

- heillin mín - eins og amma sagði.


Bloggfærslur 9. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband