Heillin mín

Mér finnst að ég hafi talað tæpitungulaust hér á síðunni undanfarið, þó svo að ég hafi hvorki flokkað það hægri né vinstri.

Mér leiðist heldur að flokka fólk, og forðast að nefna nöfn þegar ég fer með skæting, þó svo kannski megi skilja við hvað og hverja er átt.

Flokkspólitíkin er ónýt á landinu bláa. Skoðanir fólks koma nú úr þeirri tunnu sem hæðst glymur rétttrúnaðar síbyljunni.

Heilindi og þjóðerniskennd hefur alltaf verið eitthvað jákvætt í mínum huga, en á samt ekkert skylt við þá þjóðernisverkfræði sem fór hamförum í Evrópu á síðustu öld.

Þar var andhverfu þjóðerniskenndar beitt með blekkingum, enda vita það allir sem sjá nefi sínu lengra að það voru ekki nasistar sem töpuðu stríðinu, heldur þjóðverjar.

ESB og þar með EES fjórfrelsis þjóðhelsis samningurinn er afsprengi hugmyndafræði nasismans, -Þjóðernisverkfræði sem kemur óorði á þjóðerniskennd og gömul gildi.

Nasistar komu einnig óorði á heilindi, -meir að segja á orðið heill með kveðju sinni.

Ár var alda

Frá órofa alda

Að ferðast um tímann

er líkt bylgju sem brotnar

við brimsorfna strönd

Við aldanna nið

verður hugurinn heill

og samsamar sig briminu

í samfellu tímans

Vertu því heill,

- heillin mín - eins og amma sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það sem hann sagði. Aftur.

Guðjón E. Hreinberg, 9.6.2023 kl. 19:03

2 identicon

Sæll Magnús.

Kjúklingur var það heillin!

Svo ofhasaðist ráðherranum að óbreyttir skyldu ekki samþykkja
að ónýta þá grein íslensk landbúnaðar sem nú berst í bökkum
að ekki dugði minna en segja rússneska sendiherranum á brottu
og loka sendiráðinu í Moskvu.

Hvað skyldi þá vera með annað?

Færeyingar skjóta okkur ref fyrir rass og fylgja hlutleysisstefnu sinni
þrátt fyrir að augljóst er að þrengt er að þeim vegna þeirrar afstöðu.

Það hefur kostað okkur milljarða á milljarða ofan að fara
ekki að dæmi Færeyinga.

Afleiðingar þessa munu lifa alla þá er hér hafa skrifað; þingheim allan
sem nú er.

Þannig lauk nær 80 ára samskiptum Rússa og Íslendinga.

Sjaldan launar kálfur ofeldið og íslensk þjóð, að óbreyttu, mun
súpa seyðið af illverki þessu.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.6.2023 kl. 22:56

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Húsari, -já var það ekki samhugurinn sem stöðvaðist við tollfrjálsan kjúkling fyrir fyrrverandi landbúnaðarráðherra?

Er nema von að komið sé eins og það er? Hún ætti kannski að gefa eitthvað af laununum sínum í samhuginn vesalings kúlulánþeginn frekar en að ætlast til þess að fá tollfrjálsan kjúkling í dinner á kúlulána fatið. Geta bændur þá ekki bara étið skít eða innfluttar kökur?

Gerðu ekki samanburð við Færeyinga ógrátandi. Að þessi örþjóð sem kallast Íslendingar skuli vera farin að blása til ófriðar er óskiljanlegt. En það er nú langt komið með að skipta um þjóð í landinu. Já og sjaldan launar kálfurinn ofeldið og seint kann dúkkulísunum verða fyrirgefið ofbeldið.

Þessu liði verður ekki bjargað úr þessu það verður að fá að troða sína heljarslóð með gervigreinda þjóðina fljótandi í snjallsímanum sínum að feigðarósi.

Magnús Sigurðsson, 13.6.2023 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband