13.7.2023 | 03:28
Hálfur álfur
Það má alltaf gantast með álfa og áfatrú landans, en fólk skyldi fara hóflega í þannig spaug. Síðuhafi hefur stundum reynt að vera meiri maður, jafnvel fyndinn, með því að líkja sér við álf út úr hól, þegar hann hefur haft af litlu að státa.
Vinur minn vísindamaðurinn sagði mér eitt sinn að áfatrú landans hefði komið landsmönnum á þann stað lífsgæða sem þeir búa við í dag. Íslenskar mæður í myrkum torfbæjunum hefðu sagt börnum sínu álfasögur, -af höllum þeirra í hólum og upplýstum hýbýlum í klettaborgum.
Þetta hefði orðið til þess þegar börnin uxu úr grasi hefðu þau reynt að líkja eftir upplýstum hýbýlum álfanna. Undir þetta tekur Margrét á Öxnafelli í bók sinni Skyggna konan, en hún segir þar að álfar hafi orðið á undan mannfólkinu á landinu bláa til að virkja vatnsorkuna og raflýsa hýbýli sín.
Þó svo að álfatrúin sé talin barnaskapur, því feimnismál hjá fullorðnu fólki, þá er ég ekki frá því að hún komi aftur með aldrinum. Í vetur sá ég myndina Hálfur álfur um mann sem íhugaði að bæta nafninu Álfur við nafn sitt. Þetta er einhver besta mynd sem ég hef séð um ellina, -sannsöguleg og fjallar um síðustu daga fyrrum vitavarðahjóna á Sauðanesi við Siglufjörð.
Kvikmyndin hlaut dómnefndarverðlaun Skjalborgarhátíðar sem haldin var í Bíó Paradís haustið 2020. Að mati dómnefndar er myndin sterk og heilsteypt saga, einlæg og tilgerðarlaus frásögn. Mynd sem hrífur mann með sér frá fyrstu mínútu og fær mann til að hlæja og gráta á víxl.
Vitavörðurinn Trausti tengist sínum innri álfi á meðan hann undirbýr hundrað ára afmælið eða eigin jarðarför. Á sama tíma hörfar Hulda inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns. Þegar hann brestur í söng skipar hún honum að hætta þessum öskrum. Í Hálfum Álfi er lífinu fagnað, þrátt fyrir þann veruleika sem bíður okkar allra.
Fólk skyldi ekki gera grín að þeim vísindum hugans, sem leiða til álfasagna. Fyrr en spurt hefur verið; -trúir þú á álfasögur - og þau vísindi sem eru afleiðingar þeirra.
Hér má sjá stiku úr Hálfum álf.
![]() |
Segir álfatrú hluta af þjóðarhjartanu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)