2.3.2024 | 09:47
Með kostulegri kveðju
Á meðan himnarnir hrynja
yfir þá heimilislausu
stend ég keikur í dyrunum
og öskra út í tíðarandann
Haldið kjafti snúið skafti
étið skít heima hjá ykkur
óþjóða hryðjuverkalýður
og skelli hurðinni
Geng inn og sest
við upplýstan skjáinn
-innbyrði sannleika heimsins
í postulegri kveðju Morgunnblaðsins
![]() |
Leyfislaus söfnun fyrir Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 14.12.2024 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)