Hækkandi sól.

 

"Margir segja að eitthvað sé ómlöglegt en alla framfarir hafa orðið fyrir tilverknað þeirra sem héldu hinu gagnstæða fram."

 

"Á nýja árinu ætla ég að lifa einn dag í einu.  Ég ætla að nota hvern dag til að búa mig undir betri tíð.  Ég ætla hvorki að beina huganum að fortíðinni né framtíðinni, heldur aðeins nútíðinni.  Ég ætla að yfirvinna óttann við framtíðina, allar neikvæðar beiskjublandnar hugrenningar, andúð mína, gremju, vanmatakennd, leiða og kjarkleysi, vonbrigði mín með sjálfan mig og aðra.  Á nýja árinu ætla ég að yfirvinna þetta allt og halda áfram í átt til nýs lífs."

 

Textinn um nýja árið er fenginn úr Tuttugu og fjögurra stunda bókinni, sem er ætluð félögum í A.A. sem hjálp í þeirri lífsstefnu að lifa einn dag í einu. 

Efri textinn er á dagatalinu fyrir 10. janúar.  Ég mátti til með að vekja athygli á þessum heilræðum núna þegar sólin hækkar á lofti og dagarnir eru aftur að verða bjartir.

 

Myndirnar hérna fyrir neðan eru teknar af svölunum hjá mér með fjögurra daga millibili.  Á fyrri myndinni rétt nær sólin að gægjast upp fyrir fjöllin yfir há daginn, örfáum dögum seinna er hún farin að gefa morguninn til kynna í suð-austri. 

Klikkið á myndirnar til að stækka þær.

 

IMG 0457      IMG 0488

 

Þetta myndaalbúm fann ég á youtube það minnir á að dag hvern búum við í listaverki auk þess að fá mig til að hlakka til sumarsins.

http://www.youtube.com/watch?v=jZOSzXADuNU&feature=player_embedded

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þetta Helgi.  Það er eins og hlutirnir komi allaf úr fleyri en einni átt þegar maðr fer að kynna sér eitthvað.  Ég hef verið að lesa bókina Introduction to Buddhism / an explanation of Buddhist way of life.  þessari bók gaukaði Sindri að mér fyrir stuttu.

Magnús Sigurðsson, 13.1.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband