Er nema von að ransóknarnefndin gráti?

 Sad day

Það er smá saman að koma í ljós hversvegna hagsmunir stjórnmálamanna og bankanna falla einstaklega vel saman.  Svo vel saman að fjölskyldur landsins eru settar í skuldafangelsi.  Fjölskyldurnar sem velferðastjórnin lofaði að slá skjaldborg um.  Það er ekki nema von að traust Íslands út á við sé núll.  Almenningur horfir upp á hrunaliðið ræna rústirnar á meðan rannsóknarnefnd Alþingis grætur.

 

Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að það hafi ekki aðeins verið stjórnarmenn í SPRON sem hafi selt stofnfjárbréf því Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkisráðherra og þáverandi iðnaðarráðherra seldi öll stofnfjárbréfin sín, 10 milljónir hluta að nafnvirði. Össur Skarphéðinsson sagðist í samtali við fréttastofu hafa selt bréf í SPRON fyrir 62 milljónir árið 2007. Hann hafi hagnast um 30 milljónir króna á sölunni.

 

Vafalaust eðlileg viðskipti hjá utanríkisráðherranum og smáaurar miðað við milljarðatugina sem er troðið ofaní skattgreiðendur.  Eins er það vafalaust eðlilegt að formaður sjálfstæðisflokksins hafi gert mönnum þann greiða að skrifa sem saklaus stjórnarmaður upp á ábyrgðir sem notaðar voru til að möndla málin í Maká.  Það er einungis tilviljun að þetta lendir á skattgreiðendum og um eitt eru stjórnmálamenn sammála hvar í "fjórflokki" sem þeir standa þjóðin skal borga icesave spurningin er bara hver kjörin skulu að vera.

 

Meðan þessi hjörð er öll við sama heygarðshornið þarf ekki að búast við að samningum verði náð við erlend ríki sem gagnast venjulegu fólki á Íslandi.


mbl.is Segir íslensk stjórnvöld hafa logið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband