Er sanngjarn að borga lægri vexti?

Það er ekki einungis svo að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti þessi samninganefnd sem nú er í London að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að.  Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir þá aðgerð að ósekju.

 

Stjórnmála menn allra landa róa að því öllum árum að þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram um réttmæti laga þar sem skuldir einkabanka eru færðar yfir á skattgreiðendur.  Það er með ólíkindum að fulltrúar okkar skulu leggjast á þessar árar, eftir allt það tjón sem þeir hafa valdið.  Hefðu almennir borgarar valdið svo mikið sem broti úr prómilli af því tjóni sem stjórnmálamenn hafa valdið þjóðinni væru þeir löngu komnir á bak við lás og slá.


mbl.is Skýrist á næstu klukkustundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á bara að kalla þessa samninganefnd heim og bíða fram yfir atkvæðagreiðslu og kosningar í Bretlandi. Þetta er ekki að ganga - Steingrímur verður bara að játa sig sigraðan og leyfa öðrum dugmeiri mönnum að komast að.

Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Sigurður, það ætti að láta Breta og Hollendinga sækja á um samning.  Samningstaða Íslands getur bara styrkst úr þessu.  Steingrímur verður að fara að átta sig á að þetta snýst ekki um hans egó.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 15:28

3 identicon

Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega vanhæf. Hún hefur sýnt það í verki eða öllu heldur í verkleysi sínu!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:13

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það sem verra er að stjórnmálamenn almennt virðast vera ófærir um að halda fram hagsmunum þjóðarinnar.  Þeir eru það uppteknir af lánasnapi að þeir þora ekki að styggja kúgarana með því að benda á það augljósa, setning hryðjuverkalaga olli tjóni langt umfram það sem hægt var a réttlæta með nokkru móti.

Hvort þetta stafar af því að þeir óttast að grundvöllurinn fyrir þeirra eigin framfærslu bresti fáist ekki lánsfé, eða hvort þeir hafa eitthvað að fela er ekki gott að segja.  Allavega er það óskiljanlegt hvað þeir eru tilbúnir til að þóknast Breturm og Hollendingum í andstöðu við eigin þjóð.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 17:42

5 identicon

tad maeti kanski lata ta fa bankameninna sem voldu tessu tjoni bretar og hollendingar geta gert vid ta tad sem teim sinist  t.d 150 ara fangelsi og ef einkverjir stjornmalamen eru medsekir er best ad teir fari lika . en ad aetla setja mit barn og barnabarn i aevilanta skulda anaud kemur bara ekki til greina

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 23:20

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi; þessu liði er skítsama um æsku landsins, því ætti að draga það til fyrir dómstóla götunnar.

Íslenskir stjórnmálamenn eru áfullum launum hjá þjóðinni við að vinna gegn vilja hennar og hagsmunum.  Þeir ætla að gera allt til að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um það með hvaða hætti skuldum gjaldþrota einkabanka verður komið á skattgreiðendur.  Hvað verður þá þegar kemur að því að taka afstöðu til ESB aðildar?

Í gær kom fram hvað þessir prelátar í utanríkisráðaneytinu hafa verið að vinna á bak við tjöldin.  Á visi.is má sjá þessa frétt http://www.visir.is/article/20100219/FRETTIR01/956121359 þar sem m.a segir;

Í skjalinu kemur einnig fram að Watson hafi fundað með Ian Whiting, sendiherra Bretlands á Íslandi. Haft er eftir Whiting að bresk stjórnvöld hafi fengið misvísandi skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum. Fyrst hafi þau talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en svo vilji þau nýja samninga.

Það að þessir menn óttist þjóðargjaldþrot er aðeins ótti þeirra sjálfra við að missa launin sín, það er langt síðan almenningi varð ljós að elítan í stjórnkerfinu ætlar honum að verða gjaldþrota í viðleitni sinni við að bjarga sjálfri sér.

Magnús Sigurðsson, 19.2.2010 kl. 08:03

7 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Eftirfarandi texti er skrifaður af Sigurði Líndal og birtist í Fréttablaðinu s.l. þriðjudag sem svar við rein Kristins H Gunnarssonar sem farinn er að skrifa til vinstri.  Greinin segir ansi margt enda og fáir efast um hversu lögfróður Sigurður er.

"Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga.

Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild.

Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar.

Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar.

Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust.

Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við."

S Kristján Ingimarsson, 20.2.2010 kl. 10:16

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kristján;  þakka þér fyrir að benda á þennan texta.  Það er svo með muninn á lögum og ólögum, að hann getur hver manneskja fundið í hjarta sér.  En það er gott að fá staðfestingu hjá ekki minni lögspeking en Sigurði Líndal.

Magnús Sigurðsson, 20.2.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband