22.2.2010 | 08:19
Er sanngjarnt að borga 2,75% vexti plús..........
Það ætti að láta Breta og Hollendinga sækja á um samning. Samningstaða Íslands getur bara styrkst úr þessu. Þess í stað ættu íslenskir ráðamenn að undirbúa málaferli á hendur bresku ríkisstjórninni. Það sem verst er að stjórnmálamenn almennt virðast vera ófærir um að halda fram hagsmunum þjóðarinnar, vegna hræðslu við gjaldþrot stjórnkerfisins.
Það er ekki einungis svo að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti íslenska ríkið að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að. Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir þá aðgerð að ósekju. Tími er komin til að íslenskir stjórnmálamenn átti sig á hverjir borga launin þeirra.
Vilja 2,75% álag á vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru ekki að átta sig á því það er ekki til siðs að lúta almenningi eftir að menn komast til valda nema með örfáum undantekningum til að sefa lýðinn. Fjórflokkurinn er búin að vera hans tími leið með Jóhönnu! Rjúfum þingið og fáum utanþingsstjórn valinn af erlendum og innlendum sérfræðingum óháðum.
Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 10:22
Sigurður ég er sammála þér með fjórflokkinn. En því miður er allt stjórnkerfið meira og minna gegnsýrt af spillingu eins og dæmin sýna.
Þetta lið er upptekið af lánasnapi það þorir ekki að styggja kúgarana með því að benda á það augljósa, setning hryðjuverkalaga olli tjóni langt umfram það sem hægt er að réttlæta.
Hvort þetta stafar af því að stjórnkerfið óttast að grundvöllurinn fyrir þeirra eigin framfærslu bresti fáist ekki lánsfé, eða hvort þeir hafa eitthvað að fela er ekki gott að segja. Allavega er það óskiljanlegt hvað þeir eru tilbúnir til að þóknast Bretum og Hollendingum í andstöðu við eigin þjóð.
Það að þetta lið óttist þjóðargjaldþrot er aðeins ótti þeirra sjálfra við að missa launin sín, það er langt síðan þjóðinni varð ljóst að elítan í stjórnkerfinu ætlar almenningi að verða gjaldþrota í viðleitni sinni við að bjarga sjálfri sér.
Magnús Sigurðsson, 22.2.2010 kl. 11:04
http://www.youtube.com/watch?v=PDKeQ4IACJ4&feature=related aetli Island verdi ekki ad taka up svipad kerfi
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 07:16
Helgi þakka þér fyrir að benda á þessa frábæru mynd. Ætli allur heimurinn verði ekki að taka upp þetta kerfi. Alla vega er það kallað The Global Exchange Network í Argentínu. Það skemmtilega við þetta kerfi að á bak við þessa skiptimiða eru raunveruleg verðmæti fólks, á meðan á bak við opinberu peningana eru engin verðmæti. Af þessum verðmætum fólksins verður ekki innheimtur skattur auk þess sem hlutirnir koma að notum þar sem þeirra er þörf. Fólk býr við allsnæktir þegar það gerir sér grein fyrir þessu, auk þess sem lífið verður skemmtilegra, engir vextir, engir skattar bara að finna það út hvernig er hægt að koma náunganum sem best.
Á Djúpavogi þurfti að setja upp svipað kerfi 1969 en gallinn við það kerfi var að stærsti atvinnurekandinn á staðnum stóð á bak við það. Þegar hrun varð í síldveiðum á sjöunda áratugnum lentu atvinnufyrirtækin (kaupfélagið, útgerð og fiskvinnsla) í miklum erfiðleikum vegna bræðslu sem byggð var rétt fyrir hrunið og stóð tekjulaus í skuld. Peningaleysi var það mikið á staðnum að ekki var hægt að borga út laun. Gjaldþrot kaupfélaga tíðkuðust ekki á þeim árum frekar en gjaldþrot ríkja. Þar sem fyrirtæki staðarins voru að mestu á sömu hendi þ.e. kaupfélagsins fékk fólkið skrifað í kaupfélaginu og átti það að vera á móti vangoldnum launum.
Ókosturinn við þetta kerfi var fólk sem fékk skrifað í kaupfélaginu en sá ekki ástæðu til að mæta til stopullar vinnu sem ekki var borguð í peningum þegar hvort sem er var hægt að fá skrifað. Þegar þrír veglegustu leikfangabílarnir hurfu þannig úr hillum kaupfélagsins skömmu fyrir jól sáu menn að svona gat þetta ekki gengið. Til að koma í veg fyrir svona uppákomur voru prentaðir númeraðir úttektarseðlar með upphæð til að deila út við launauppgjör, sem sagt Djúpavogspeningar. Þessi gjaldmiðill reyndist að flestu leiti vel enda þurftu fólk yfirleitt ekki á því að halda sem ekki fékkst í kaupfélaginu.
Einn stór galli var þó á þessum gjaldmiðli hann var sá að ekki var hægt að leysa út póstkröfur frá ÁTVR en það var nánast það eina sem fólk gat hugsanlega þarfnast, en kaupfélagið ekki útvegað. Gjaldkeri kaupfélagsins var samt nokkuð pössunarsamur á að eiga til íslenskar krónur til koma í veg fyrir að þesskonar gjaldeyrisþurrð illi óróa í samfélaginu og ef svo bar undir gat eldra fólk átt blómleg gjaldeyrisviðskipti með ellistyrkinn sinn. Það var sennilega besti mælikvarðinn á raungengi Djúpavogspeningana.
Það sem varð hagkerfi þessu að falli má segja að hafi verið einkavæðingin eða réttara sagt þeirra aðila sem stóð í verslun á staðnum og ekki gátu beygt sig undir alræði kaupfélagsins, því þeir urðu alfarið að treysta á aðkomu og ferðamenn, því að taka Djúpavogspeninga sem greiðslu var bein ávísun á gjaldþrot. Eins var því sem næst útilokað fyrir íbúana að nota þennan gjaldmiðil utan Djúpavogs.
Hvort sú framtíð sem blasir verður eitthvað þessu lík er ekki gott að sjá en ef svo er þá er bara að hafa gaman af því og líta á björtu hliðarnar.
Magnús Sigurðsson, 23.2.2010 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.