Til varnar.

 Kveikt var á rauðum neyðarblysum við Bessastaði gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.<br><em>mbl.is/RAX</em>

InDefence hefur unnið mikið starf til varnar íslenskum skattgreiðendum.  Aðgerðir þeirra hafa verið í samhljómi við meirihluta þjóðarinnar og hefur þessi vinna náð heimsathygli með ákvörðun Ólafs Ragnars að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um icesavelögin frá 30. des. s.l..

 

Ef það er eitthvað sem hægt er að gagnrýna InDefens fyrir er það að hafa ekki beitt sér að fullum krafti fyrir undirskriftasöfnun s.l. sumar þegar fyrri icesavelögin voru samþykkt með öllum sínum fyrirvörum.  Því þrátt fyrir alla fyrirvarana var þá verið að viðurkenna það grundvallar sjónarmið að réttlætanlegt væri að koma skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á ábyrgð almennings.

 

Allar götur síðan þá hefur Ísland liðið fyrir lögin sem samþykkt voru í ágúst s.l. og stjórnmálamenn verið ósparir á að lýsa yfir að Ísland stæði við skuldbindingar sínar án þess að hafa getað lýst því yfir að það sé að því marki sem alþjóðlegt regluverk skilgreinir.  Því Alþingi hafði þegar gengið lengra í samþykkt sinni í ágúst 2009.  Það er útilokað að sjá það fyrir að núverandi stjórnmálamenn á Alþingi nái ásættanlegri niðurstöðu fyrir skattgreiðendur eftir að hafa klúðrað grundvallar prinsippum í þessu máli.  Þess vegna á InDefence miklar þakkir skilið fyrir að ætla að taka að sér að kinna sjónar mið Íslands í Hollandi.


mbl.is InDefence til Hollands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef InDefence tekst að koma í veg fyrir að Ísland þurfi að greiða IceSave (t.d. með því að fá Hollendingana til þess að átta sig á stöðunni og draga allt til baka :) ) þá legg ég til að InDefence hópurinn fái fálkaorðuna.

Andri (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2010 kl. 10:13

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér eru ýmis góð áherzluatriði í máli þínu, Magnús, og minnt á hluti sem m.a. hafði verið varað við í baráttunni í sumar (sem í mínu lítt áberandi tilfelli fór fram í vefskrifum, í Útvarpi Sögu og "á vettvangi" fyrir utan Alþingishúsið). InDefence-hópurinn er í raun ekki með princípafstöðuna í málinu, heldur var strax farinn að möndla við málamiðlanir, og í því fólst m.a. að berjast ekki gegn því að eitthvað, jafnvel mikið, yrði greitt. En með því er í raun verið að særa grundvallarrétt okkar holundarsári. Kostar það m.a. óvirðingu við stjórnarskrána og að ekki sé nýttur réttur okkar skv. lögum um innistæðu-tryggingar og tilskipun Evrópubandalagsins frá 94/19/EB (þar með töldu því ákvæði sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu); ennfremur gerir það allar frekari varnir í málinu erfiðari.

Fyrir hitt eiga InDefence-menn heiður skilinn að hafa kynnt málstað Íslands víða erlendis, þótt það hafi raunar ýmsir aðrir líka gert, m.a. (eftirminnilega) herra Ólafur Ragnar Grímsson (sjá hér: Forsetinn brilljerar í Newsnight á BBC (myndband!)) og Birgitta Jónsdóttir. Nú orðið eru það jafnvel ekki sízt útlendingar sem styðja málstað og rétt Íslendinga, m.a. í leiðurum Wall Street Journal, Financial Times og The Times (business edition, fyrir nokkrum dögum), en það gera líka einstaklingar eins og Loftur Þorsteinsson verkfræðingur og Elle Ericson með skrifum sínum á erlendar vefsíður.

Það er ánægjulegt til þess að vita, að InDefence ætli að kynna sjónarmið Íslands í Hollandi, og þá er bara að vona, að þeir láti það vera að skjóta sig í fótinn í leiðinni, því að við eigum EKKERT að borga, rétturinn er okkar megin.

Ánægjulegust af öllu er þó staðföst samstaða þjóðarinnar, sem alla tíð hefur með afgerandi hætti hafnað bæði Icesave-samingunum og Icesave-ólögunum; þar hefur andstaðan verið 70&#150;80%, enda fór forsetinn að þeim þjóðarvilja. Hefði þetta ekki átt sér stað, værum við nú með samþykktan svikasamning og lögtekna ríkisábyrgð upp á að borga Bretum og Hollendingum 100 milljónir króna á dag, bara í vexti, auk höfuðstóls af gerviskuld (og gerviláni, sem Alistair Darling ákvað með því að ganga í fé Breta að eigin geðþótta, gegn ráðgjöf Englandsbanka og síns eigin ráðuneytisstjóra og á eftir að sæta mikilli gagnrýni fyrir). Ennfremur sætum við þá uppi með það að hafa skrifað undir: "Já!" við ásökun brezkra og hollenzkra níðinga og yfirgangsmanna (eins og þeir kallast nú í brezkum fjölmiðlum skv. hádegisfréttum Rúv í gær) um að VIÐ séum SEK að lögum og í augum heimsins!

Sem betur fer synjaði forsetinn ólögunum staðfestingar, og nú verður þjóðin að fá sína þjóðaratkvæðagreiðslu um ólögin án allra refja!

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 10:29

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þessum áhersluatriðum Jón Valur.  Stærsta tjónið í vörninni gegn icesave ánauðinni var unnið í ágúst s.l..

Það hefur verið sérstakt að fylgjast með því eftir að Ólafur Ragnar boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu, hvað erlendir málsvarar hafa gert mikið betri grein fyrir um hvað þetta mál snýst.  Það er eins og þjóðin hafi verið heilaþveginn með fyrirvara ruglinu s.l. sumar, þegar að grundvallaratriðinu var ýtt út af borðinu af Alþingi og almenningi var ætlað að ábyrgast skuldir gjaldþrota einkabanka. 

Margir trú að svo eigi að vera það eigi aðeins að finna sanngjarnari flöt á þessu á milli þjóðanna þriggja, en það eru engar reglur sem kveða á um að það eigi að bæta þetta tjón þannig.  Það er því ósanngjarnt fyrir skattgreiðendur allra þessar landa ef þeir eiga að bera kostnað af glötuðu sparifé gjaldþrota einkabanka umfram það sem regluverkið kveður á um.

 Hérna má sjá undirdriftasöfnun til stuðnings almenningi á Íslandi, þegar athugsemdirnar með undirskriftunum eru skoðaðar má sjá að fólk gerir sér góða grein fyrir hver grundvallaratriðin eru í þessu máli.

Klaas Arjen Wassenaar, France
Let the banks take the responsability of their own dealings. Governements and the people governed, are not responsable for the acts of the banks located in their country. If people would be responsible, they should as well have been involved in decision-making and profitsharing of the banks. And they were defenitely not. So people of Iceland: do not take these debts on your shoulder that you have not created yourself. Goodluck from a dutchman.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, frábært að sjá svona vitnisburði og hvatningarorð, Magnús, og hafðu heilar þakkir fyrir þessi efnisgóðu svör þín.

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 12:07

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir það.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband