29.10.2010 | 10:33
Hvert fer umhverfisvæna orkan?
Því hefur verið haldið fram að notkun umhverfisvænnar orku á Íslandi komi til með að minka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Álver og önnur stóriðja hefur m.a. verið gefin jákvæð ímynd hér á landi á þessum umhverfisvænu forsemdum. En í hvað er t.d. ál notað?
Blár og heiður himin er að verða sjaldgæf sjón. Umferð bíla, flugvéla og annarra athafna almennings hefur verið kennt um. Á næstunni munu koma fram upplýsingar sem hingað til hafa verið flokkaðar undir samsæriskenningar af svipuðum toga og þeir sem deildu á fjármálakerfið fyrir nokkrum árum héldu fram. Kenningar sem hafa nú breyst í beinharðar staðreyndir um samsæri gegn almenningi.
Ef fólk vill sjá hvaða vakning er í vændum og hvernig hún snertir alla jarðarbúa er rétt að horfa á þessa velunnu heimildamynd. Það er svo undir hverjum og einum að draga ályktanir hvert hlutverk litla Íslands er í þessu samhengi.
Hér má sjá alla myndina.
http://www.youtube.com/user/LoneStar1776#p/c/F1C61CF5A3E443A2/0/-K9rXydMmfw
![]() |
Íhuga sölu Elkem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 7.11.2010 kl. 09:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.