Fólkið í plássinu.

 

Núna í vikunnu kom út bókin Fólkið í plássinu eftir Má Karlsson vin minn á Djúpavogi.  Bókin inniheldur 26 smásögur. Þar á meðal er saga Djúpavogspeningana sem í notkun voru á Djúpavogi árið 1968.  Þegar síldveiðar hrundu við Ísland varð Djúpivogur sérstaklega hart úti vegna mikilla skulda sem stofnað hafði verið til við uppbyggingu síldarbræðslu rétt fyrir hrunið.   Atvinnufyrirtækin á Djúpavogi fóru þá einstöku leið að gefa út eigin gjaldmiðil og var hann í notkun í eitt ár.  Tilurð þessa sjálfstæða gjaldmiðils má heimfæra upp á aðstæður dagsins í dag og er kannski eitthvað sem Írar ættu að hugleiða í sinni skuldakreppu.

Á bókarkápu segir m.a.;  "Hér er um að ræða fyrstu bók höfundar, en sögur og þættir eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Í þessari bók blandar Már saman, með einkar áhugaverðum hætti, sagnfræði, almennum fróðleik og hnyttnum svipmyndum af atburðum sem hann upplifði í gegnum tíðina. Skiptast þar á skin og skúrir, gamansögur og dýpsta alvara, svo úr verður samofin heildarmynd af lífi fólks í litlu sjávarplássi, gleði þess og sorgum.

Meðal fjölbreyttra frásagna er hér að finna umfjöllun um vöruávísanir Kaupfélags Berufjarðar, sem settar voru í umferð á erfiðum tímum, stundum nefndar Djúpavogspeningarnir. Var hér um að ræða einstaka tilraun lítils samfélags til að halda úti eigin gjaldmiðli um skamma hríð.

Már segir sögur af hrakningum á sjó og landi; meðal annars giftusamlegri björgun skipverja á vélbátnum Björgu sem vakti þjóðarathygli.

Í bókinni er margvíslegur fróðleikur um Papey, til dæmis ítarleg frásögn af því fólki sem lengst bjó í eynni á fyrri hluta 20. aldar."


mbl.is Þúsundir mótmæla á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband