6.12.2010 | 07:21
Samfélagsáttmáli í tætlum.
Ég held að þetta sé raunsætt mat hjá Lilju. Það má svo velta því fyrir sér hvort samfélagsfélagssáttmálin hefur ekki verið endanlega rofinn með aðgerðum ríkisstjórnar, banka og lífeyrissjóða.
"Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu.
Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti.
Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur.
Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðisins síns og sinnar fjölskyldu."
Væri réttlátt að þriðja fjölskyldan sem á 20 milljóna íbúð skuldlausa í sama húsi gefi 10 milljónir í íbúðinni sinni til bankanna?
Kjósa að fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er skammsýni fólks eins og þín sem að kemur til með að leggja landið á hliðina....af hverju fær nonni sleikjó en ekki ég. Nú væri rétt að hugsa aðeins út fyrir þettan örsmáa kassa sem að þú býrð í og hætta þessari meðvirkni í skotgrafarhernaðinum sem að tíðkast í stjórnmálum í dag. Þetta er nákvæmlega það sem að þau stefndu að, búa til gjá á milli skuldara þannig að umræðan beinist frá vanhæfni og mistökum ríkisins.
Hvernig eru samlegðaráhrif þess að dágóður hluti heimila geti ekki keypt neitt. Nú það er einfalt. Maðurinn í dæminu þínu, þessi sem að lagði út 10 milljónir hann vinnur hjá Byko. Hin fjölskyldan, þessi sem þú vilt setja í þrot getur ekki lengur verslað í Byko og því missir "vel" staddi heimilisfaðirinn vinnuna og getur ekki lengur borgað af íbúðinni....niðurstaða, allir missa sitt. Hvor er betur settur núna?
Bætt afkoma allra heimila skilar sér út í hagkerfið, og því til allra. Það voru allir teknir í hinn óæðri og við verðum að hætta þessum molbúahugsunarhætti. Þetta er eitt dæmið það sem að máltækið "eins manns dauði er annars brauð" á alls ekki við!
Góðar stundir.
Ellert Júlíusson, 6.12.2010 kl. 08:26
Vill samt taka það fram að ég er ekki að verja handónýtar lausnir ríkisins sem snúa einvörðungu að því að leiðrétta hlut banka og lífeyrissjóða.
Ellert Júlíusson, 6.12.2010 kl. 08:28
Góðann daginn Ellert, fórstu eitthvað vitlaust fram úr í morgunn eða ertu vanur að ávarpa "molbúana" svona í morgunnsárið. Dæmið er af heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna það sem ég bætti við er spurningin;
Væri réttlátt að þriðja fjölskyldan sem á 20 milljóna íbúð skuldlausa í sama húsi gefi 10 milljónir í íbúðinni sinni til bankanna?
Hefur þú einhverja skoðu á því?
Magnús Sigurðsson, 6.12.2010 kl. 08:48
Takk fyrir Magnús.
Góður pistill.
Ellert....eru ekki "kveikt ljós" hjá þér?
Það er ekki varið að bjarga nema 15,2% af heimilunum.
Þeir sem hafa verið að halda þjóðinni uppi með skattekjum á botnlausri vinnu og hafa greitt samviskusamlega af sínu verða rænd öllu sínu framlagi.
Það fólk mun ALDREI aftur treysta kerfinu og gerir því það eina sem í stöððunni er... það fer!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.