Sendum stjórnmálamenn í meðferð.

Gnarrinn er að hitta naglann á höfuðið.  Við höldum úti sendiráðum um allan heim og 63 þingmönnum t.d. eru Svisslendingar með 30 þingmenn og færri sendiráð en við þó þeir telji 7 milljónir.  

Þarf að setja upp meðferðarstofnun að hætti SÁÁ til að gera stjórnmálamönnum eftirfarandi ljóst?

Skuldsetning er veikleiki okkar.  Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í lántökum.  Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með því að öðlast lánstraust.  En skuldsetningin fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; hún slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum.  Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunveruleikann án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi skuldsetning mun margfalda vandamálin. 

Þessi texti er fengin að láni úr Tuttugu og fjögurra stunda bókinni sem er ætluð félögum í AA í þeirri lífstefnu að lifa einn dag í einu.  Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á textanum, þar sem orðið áfengi og drykkja  kom fyrir var orðunum skuldsetning, lán og lánstraust sett í staðinn.

Frumtextinn er svona;

Áfengi er veikleiki okkar.  Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í áfengi.  Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með drykkju.  En áfengið fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; það slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum.  Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunverulegt líf án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi áfengisneysla margfaldar vandamálin.  Hef ég náð valdi yfir óstöðugum tilfinningum mínum?

 


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband