17.12.2010 | 16:08
Samfögnum Jóni Ásgeir.
Það er ekki annað en hægt að samgleðjast Jóni Ásgeir & Co vegna hraklegs endis bjarmalandsfarar slitastjórnar Glitnis til New York. Þarna átti að beita fantabrögðum við að lögsækja fólk í öðru landi og hjá öðrum dómstólum en þar sem brotin voru framin.
Þetta fantabragð gagnaðist Jóni Ólafssyni um árið. Þetta fantabragð má nota gegn hverjum sem er, í því skini að gera viðkomandi gjaldþrota og þar með ófæran um að verja sig. Þarf ekkert að hafa að gera með réttlæti, heldur einungis það tjón sem fjársterkur ákærandi telur sig hafa orðið fyrir.
Þetta mál opinberar enn betur aumingjaskap ráðamanna að ekki skuli einn af þeim sem komu Íslandi á hausinn hafa verið dregin fyrir dómstóla á Íslandi. Það lýsir spillingunni vel í slitastjórnum og skilanefnum gömlu bankanna að þeir skulu hafa valið þessa aðferð.
Því er það fagnaðarefni að þeim hafi verið hafnað. Því hver veit hvenær ofurlauna hyskinu dettur í hug að draga Jón og Gunnu fyrir erlenda dómstóla vegna vanefnda á stökkbreyttum íslenskum húsnæðislánum. Allavega vefst kostnaðurinn ekki fyrir.
375 milljóna málsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er bara að velta því fyrir mér hvort margir þessara manna sem við litum upp til og áttu að vera einhver viðskipta-unic, og kraftaverkamenn hagkerfisins. Hugsi sig ekki tvisvar um áður en þeir leggja út í kvöldgöngu á Reykjvavíkursvæðinu.
En nei, þeir eru eflaust langt yfir það hafnir að fara í kvöldgöngu í Reykjavík. Í London eru þeir líka vel varðir af öryggismyndavélum hvar sem þeir kunna að finna sig.
Dettur einhverjum öðrum en mér í hug orðið skrímsli, þegar nafn þessa manns ber á góma?
Þorir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 21:42
Þorir; mér dettur nú reyndar í hug minni grey, sem enga að síður eru illa séð á kvöldgöngu í Reykjavík.
En það breytir ekki því að það er hægt að samfagna í þessu máli því aðferð slitastjórnar er lúaleg og ef hún kemst í hefð þá eiga margir erfiðar með að verja sig en þessi grey.
Aðferðin er nokkuð algeng jafnvel gegn lítilmagnanum ef hann hefur ýtt við skrímsli.
Magnús Sigurðsson, 17.12.2010 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.