20.12.2010 | 09:10
Stalín býr ekki hér.
Það kemur ekkert á óvart að leiksýningin í kringum atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarpið hafi verið skipulögð fyrirfram. Það sem kemur meira á óvart er hversu fáir virðast hafa tekið þátt í samráðinu. En það kemur sennilega til af því að afstaða annarra þingmanna hefur verið kristaltær. Engin annar var á móti frumvarpinu hvar í flokki sem hann stóð.
Þegar Alþingi greiddi atkvæði um ESB aðildarumsókn var samráðið flóknara þá þurftu stjórnarandstöðu þingmenn að hlaupa undir bagga með VG. Í atkvæðagreiðslunni um icesave lögin fyrir tæpu ári síðan var sett upp margföld atkvæðagreiðsla, samningurinn / þjóðaratkvæðagreiðsla osfv, þannig að þingmenn VG gátu verið á móti sitt á hvað og samt komið icesave óskapnaðinum í gegnum þingið.
Staðreyndin er sú að fjórflokkurinn þorir ekki með nokkru móti út í kosningar þess vegna verður boðið upp á leiksýningar við Austurvöll áfram á nýju ári.
Samráð um hjásetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Furðuleikhúsi Austurvöllur ohf
Magnús Ágústsson, 20.12.2010 kl. 10:44
Það er spurning hvort við ættum ekki að gera Furðuleikhúsið að sf nafni, þar sem hægt er að sækja persónulega á hvern og einn þegar illa fer. Þá myndu sennilega fleiri Lilju viljað kveðið hafa.
Magnús Sigurðsson, 20.12.2010 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.