20.12.2010 | 10:01
Þvættingur.
"Augljóst dæmi er í litlum opnum hagkerfum þar sem vaxtahækkun til að vinna á móti bólu á fasteigna- eða hlutabréfamarkaði getur á sama tíma ýtt undir bólu á gjaldeyrismarkaði. Að lokum er ljóst að ekki er hægt að nota vaxtatækið eitt til að tryggja bæði verðstöðugleika og fjármálalegan stöðugleika. Til þess þurfa seðlabankar fleiri stjórntæki. Umræðan undanfarið hefur því að hluta snúist um hvaða viðbótartæki sé hægt að láta seðlabanka í té til þess að ná þessum markmiðum," segir í skýrslu Seðlabanka Íslands."
Það var möguleikinn á að fara fram hjá stýrivöxtum Seðlabanka Íslands með því að taka erlend lán, sem blés upp íslensku bóluna. Það sem fólk vissi ekki var að lánastarfsemi íslenskra banka bundna við erlenda minnt var ólögleg allan tímann. En það vissu starfsmenn Seðlabankans.
Kreppan leiddi í ljós ágalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var og er ennþá löglegt að taka lán í erlendum gjaldmiðlum, sem hefur í raun sömu áhrif og að fara framhjá stýrivöxtum. Skaðsemi gengistryggðra lána fólst hinsvegar að miklu leyti í því að Seðlabankinn leyfði fjármálafyrirtækjum að skrá þau sem erlendar eignir, jafnvel þó um krónulán væri að ræða. Með þeirri fölsun var ytri staða þjóðarbúsins fegruð og þannig fékkst ofmat á lánshæfiseinkunn sem gerði bönkunum kleift að skuldsetja sig erlendis langt umfram skynsamleg mörk.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2010 kl. 11:55
Takk fyrir nákvæma skýringu Guðmundur. Þessi klausa sem ég vitna í er kattarþvottur (þvættingur) sem Seðlabankanum notar í því samhengi að tala niður krónuna og fyrra sig ábyrgð á bólunni.
Magnús Sigurðsson, 20.12.2010 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.