27.12.2010 | 17:51
Tölvuhryðjuverk.
Stjórnvöld ætla sér að koma böndum á netið með öllum ráðum. Smá saman breytist orðalagið í kringum þau atriði sem stjórnvöld nota til að ná markmiðum sínum fram. Fyrst var talað um tölvu vírusa, nú eru það tölvu árásir, næst verða það tölvu hryðjuverk.
NATO er jafnframt komið í málið en framkvæmdastjóri NATO Anders Fogh Rasmussen tíundaði t.d. hættu á netárásum fyrir stuttu. Allt er þetta gert með það í huga að hefta tjáningarfrelsið sem hefur verið því sem næst óheft á netinu. Kristallast þetta m.a. í kringum Wikileaks.
Þjóðverjar bregðast við tölvuárásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Slæmir tímar framundan.
Og því miður er hægt að setja múl á netið.
Teitur Haraldsson, 28.12.2010 kl. 00:43
Það eru daglegar fréttir af því hvernig netið er notað til hryðjuverkaáforma. Þannig má sjá að áróður stjórnvalda til almennings er í fullum gangi um nauðsyn þess að hefta upplýsingaflæði á netinu. Aðferðina við að réttlæta aðgerðir má glöggt sjá í þessari frétt.
Magnús Sigurðsson, 28.12.2010 kl. 05:51
Sæll.
Kínverjarnir eru í kappi við sjálfa sig og aðra að verða stórveldi í heiminum og í þessari viðleitni sinni stela þeir öllu steini léttara og nota m.a. tölvur til þess. Reglulega koma upp mál tengd þeim viða um heim, tilraun til þjófnaðar á þotuhreyflum og fleira slíkt.
Þú skalt hins vegar ekki rugla saman tjáningarfrelsinu og Wikileaks. Þessi Juilan Assange er ekkert annað en þjófsnautur. Hann græðir nú á tá og fingri á því að hafa tekið við illa fengnum skjölum, það má sjá á tölum um þær upphæðir sem hann fær í styrki í gegnum ýmsa vefi en var verið að stoppa. Hann sér ekkert athugavert við að setja í lífshættu fjölda Afgana sem kosið hafa að vinna með NATO. Þú yrðir ekki hrifinn af því ef öll þín tölvupóstsamskipti undanfarin 5 ár birtust á Wikileaks vegna þess að einhver stæli þeim. Svo græða þeir á þínum tölvupóstum!! Kjarni málsins er sá að hann er að birta og græða á gögnum sem hann á ekki og hefur ekki komist yfir með heiðarlegum hætti. Hann er réttur sléttur skíthæll og ég vona að hann fái dóm fyrir að hagnast á sölu þýfis.
Jon (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 20:31
Sæll Jon, það hafa verið talsverðar efasemdir um heilindi Wikileaks og Julians Assange. Ég hef birt sumt af því hérnaá síðunni hjá mér. Þar er vísu um aðra nálgun að ræða en hjá þér, þar eru getgátur uppi um að uppljóstranir Wikileaks henti ráðandi öflum s.s. USA sérstaklega vel, en mér sýnist þú vera með opinberu útgáfuna af því hvers vegna eigi að loka fyrir Wikileaks.
En það er rétt að það má aldrei rugla táningafrelsinu saman við það sem okkur ekki líkar, hvort sem það eru njósnir Kínverja eða uppljóstranir Wikileaks.
Magnús Sigurðsson, 30.12.2010 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.