Pólitísk axarsköft.

Það má vafalaust víða finna skort á pólitískri forustu þessi misserin.  Landeyjahöfn er sennilega ekki einsdæmi.  Víða eru vegir ekki opnaðir svo mánuðum skiptir jafnvel þó þeir þjóni fleiri íbúum en Landeyjahöfn.  Má þar nefna hinn 20 km þjóðveg 939 um Öxi sem styttir hringveginn um ca. 90 km og skiptir marga íbúa austurlands miklu máli.  En á meðan þjóðvegir eru lokaðir vegna sparnaðar við snjómokstur, sem samt kostar smáaura að halda opnum miðað við Landeyjahöfn, mega íbúar gera sér að góðu að fara lengri leiðina með tilheyrandi kostnaði.

En pólitísk axarsköft og forustuleysi stjórnmálamanna einskorðast ekki við Eyjafjallajökul og sandburð þaðan, heldur við þá staðreynd að þeir flæktu ríkissjóð, sem sagður vera skuldlaus 1. október 2008, í botnlausar skuldir vegna gjaldþrota einkabaka.  Það væri kannski rétt að Róbert og Ögmundur hefðu það í huga þegar greidd verða atkvæði um icesave þrjú.


mbl.is Skortur á pólitískri forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband