Um áramót.

IMG 0784 

 

Um áramót hef ég þann sið að fara yfir árið og setja markmið fyrir árið framundan. Um síðustu áramót stóð ég á gati hvað markmiðasetningu varðar en það hafði ekki gerst í mörg ár. Árið hefur engu að síður verið skemmtilegt og sumu hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með og leggja lið

Árið 2010 hefur verið sérstakt eins og öll önnur ár.  Í október hætti ég endanlega þeim rekstri sem ég hef haft atvinnu af undanfarin ár, eða réttara sagt leifunum af þeim rekstri,  þar sem rekstrargrundvöll skorti. 

Það má segja að í árslok standi ég á meiri tímamótum en oft áður,  þarf að finna nýjan starfsvettvang.  Ég hef haft atvinnu af eigin rekstri nánast alla mína starfsævi, en nú er ekki um auðugan garð að gresja í byggingariðnaði eða tengdri þjónustu. Helst að það vanti iðnaðarmenn í Noregi.

En það jákvæða við verkefnaleysið er að í markmiðasetningu fyrir 5 árum síðan hafði ég gert það að langtíma markmiði að skipta um starfsvettvang um þessi áramót. Það má því segja að draumarnir rætist alltaf þó aðstæðurnar séu kannski ekki alveg eins og vænst var. En þá er bara að nýta tækifærin sem eins og þau koma fyrir. 

Á þessu ári hafa vissulega komið upp andvökunætur og eftirsjá.   Um síðustu áramót gerði ég að mínu markmiði sem má finna stað í fjallræðunni. Matt 6,22; Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið. Þetta hefur mér gengið þokkalega að hafa í huga og hef fundið leiðir til að sjá ljósið þar sem dimmt var áður.

Hvað árið 2011 varðar þá á ég s.s. ekki auðvelt með að setja mér veraldleg markmið fyrir það frekar en fyrir árið 2010. Þó er ákveðið leiðarljós sem ég hef ákveðið að fylgja og enn kemur fjallræðan við sögu, Matt 6,26 ; Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? 

Megi árið 2011 færa ykkur öllum gæfu og hamingju.     Noisemaker 2Facebook

Það er svo við hæfi að kveðja gamla árið og heilsa því nýja með speki Bobby McGee.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Virkilega falleg mynd.

Sjálfur er eg líka á tímamótum, hef ekki haft vetrarvinnu síðan haustið 2008 en nóg yfir sumartímann.

Gangi þér allt í haginn og verði 2011 betra en 2010!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2011 kl. 00:43

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sömuleiðis Mosi.  Myndin er tekin á bökkum Lagarfljótsins.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2011 kl. 13:51

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Myndin er mjög falleg sem og umhverfi Lagarfljóts. Skógarnir sem vaxa á bökkunum og upp af vatninu auka fjölbreytni vistkerfisins og stuðla sjálfsagt af ýmiskonar landsnytjum sem koma héraðsmönnum að góðu gagni í framtíðinni.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2011 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband