Grímulaus fasismi.

Hann verður grímulausri fasisminn í ESB með hverjum deginum sem líður.  Á árinu 2011 eiga stjórnvöld ESB ríka jafnvel eftir að fylgja eftir kröfum banka elítunnar af enn meiri hörku en 2010.

 

 


mbl.is Ungverjar í forsæti í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrir nokkrum árum stóð á lýsingu minni á blogginu að ég blandaði mér aldrei í trúarlegar og fólitískar umræður. Enn það breyttist á MBL blogginu þar sem ég trúi að umræða þar hafi áhrif. Ég veit að fólk tekur ekki eftir því sjálft þegar það breytist í fasista. Þar kemur mannlegt eðli inn i myndina. Það er alveg furðuleg viðbrögð fólks sem stjórnar af að verða steinhissa á því að svangt fólk vilji mat.

Allskonar trúsýstem eru af hinu vonda. Það var mikil breiyting þegar kirkja og prestar urðu að gefa eftir völdin til nútíma stjórnmálamanna. Enn svo kom nýtt trúsýstem sem var jafnsterkt og sannfæring um einhvern Guð, og það voru peningar. Áhrifin eru síðan að Ríkisstjórnin landa um allan heim misstu völdin og fóru að vinna með þessum landamæralausu fjármálaöflum. Og það er einmitt það sem hefur skeð á Íslandi.

Ef fasismin fær að þróast á Íslandi er næsta skref að sannfæra þjóðinna um að það þurfi nýja Stjórnarskrá... 

Óskar Arnórsson, 1.1.2011 kl. 22:46

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Óskar, og í þeirri stjórnarskrá verða réttindi hins almenna borgara skert.  Það halda margir að ásókn í uppfærsla stjórnarskrár sé sér íslenskt fyrirbæri.  Svo er ekki heldur verða krísutímar til þess að fólk er tilbúið til að gefa frá sér rétt sinn í misskildu öryggisskini.  Það nota "fasistar" sér til að breyta þeim grundvallar mannréttindum sem eru stjórnarskrárvarin.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2011 kl. 23:13

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Akkúrat. Þessir tveir kraftar sem togast á, annarsvegar launamaðurinn fastur inn í hverju landi fyrir sig, háður sýnum gjaldeyri og duttlungum hvers stjórnarfars fyrir sig, og hinsvegar erindrekar fjármálaafla sem hafa fengið vegabréfaáritun til allra landa (t.d. EES)sem færir þeim í hendurnar "leikföng" eins og banka og stórar fjármálastofnanir til að leika sér með. Og þetta eru eins og krakkar, gráðugir, barnalegir og sumir gjörsamlega búnir að missa sig. 

Ég kannast við milljarðamæring sem er með neikvæðasta fólki sem ég hef bara á æfinni hitt. Og hann var ekki svona áður enn hann eignaðist peninganna sína segir konan hans sem vill skilja við hann. Núna er hann að mínu mati orðin andlega og félagslega bæklaður og tilfinningalega einangraður. Hjúkrunarfólkið sem hann er með í kringum sig verður að ganga til sálfræðings til að geta verið nálægt honum. Hann er nútíma peningaróni í orðsins fyllst merkingu. Hann þarf "bráðnauðsynleg lyf" við "verkjum" sem hann heldur að hann hefur, enn vandamálið hans er hrikaleg sjálfsvorkun og leti. Og hann talar stanslaust um peninga og hvað allt sé orðið dýrt. Ef mjólkinn hækkar um nokkra aura þá er það persónuleg árás á hann....

það eru ekki allir fjármálamenn eins og þessi. Sumir eru meiriháttar gott fólk, aðrir sæmilegir og nokkrir verri enn eins og þessi sem ég reyndi að lýsa.

Það þarf lög um aðra stýringu á fjárhæðum milli landa og í stórum viðskiptum. Peningar eru alveg eins og vopn, menn sem eru með vopn eiga ekki að geta hótat fólki með þeim bara af því að þeir eiga vopnin...

Óskar Arnórsson, 2.1.2011 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband